fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
433Sport

Bayern skoðaði málið en útiloka það að taka Ronaldo í janúar

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 29. nóvember 2022 15:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cristiano Ronaldo framherji Portúgals leitar að nýjum vinnuveitanda en nú er ljóst að það verður ekki FC Bayern.

Ronaldo rifti samningi sínum við Manchester United í síðustu viku en báðir aðilar voru sáttir með þá niðurstöðu.

Bayern hefur hins vegar ekki áhuga á að sækja Ronaldo sem fagnar 38 ára afmæli í byrjun næsta árs.

„Ég get útilokað það að Ronaldo komi,“ sagði Oliver Khan stjórnarformaður hjá þýska stórveldinu.

„Við skoðuðum þetta alveg og það elska allir Ronaldo en þetta passar ekki við okkar hugmyndafræði.“

Ronaldo er með tilboð frá Sádí-Arabíu en óvíst er hvort stærstu lið Evrópu taki hann í janúar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Valur staðfestir Hermann Hreiðarsson sem nýjan þjálfara – „Við lögðum áherslu á faglegt ferli“

Valur staðfestir Hermann Hreiðarsson sem nýjan þjálfara – „Við lögðum áherslu á faglegt ferli“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Stjörnumenn séu að leita í uppskriftarbókina í Fossvogi og Kópavogi – „Gera væntanlega þá kröfu“

Stjörnumenn séu að leita í uppskriftarbókina í Fossvogi og Kópavogi – „Gera væntanlega þá kröfu“
433Sport
Í gær

Telur hann eiga skilið endurkomu í enska landsliðið – Lék síðast fyrir sjö sárum

Telur hann eiga skilið endurkomu í enska landsliðið – Lék síðast fyrir sjö sárum
433Sport
Í gær

Guardiola líkir enska boltanum við NBA – Þetta er ástæðan

Guardiola líkir enska boltanum við NBA – Þetta er ástæðan
433Sport
Fyrir 2 dögum

Staðfest að aðeins einn leikur verður á öðrum degi jóla – Svona verður dagskráin í kringum jól og áramót

Staðfest að aðeins einn leikur verður á öðrum degi jóla – Svona verður dagskráin í kringum jól og áramót
433Sport
Fyrir 2 dögum

Kemur Arnar þjóðinni á óvart með þessu á næstu dögum? – „Arnar er þannig“

Kemur Arnar þjóðinni á óvart með þessu á næstu dögum? – „Arnar er þannig“