fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433Sport

Ronaldo heyrði í Piers Morgan eftir atvikið umtalaða í gær – Vill meina að hann hafi snert boltann

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 29. nóvember 2022 09:30

Morgan ásamt Cristiano Ronaldo

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cristiano Ronaldo er sagður hafa sent Piers Morgan skilaboð úr búningsklefa Portúgal eftir sigurinn á Úrúgvæ á Heimsmeistaramótinu í Katar í gær. Þar á hann að hafa haldið því fram að hann hafi skorað fyrra mark Portúgala í leiknum.

Leiknum lauk 2-0. Bruno Fernandes gerði bæði mörkin fyrir Portúgal. Það héldu þó flestir að Ronaldo hafi skorað fyrra markið til að byrja með.

Fernandes sendi boltann fyrir markið og rataði hann alla leið í netið.

Ronaldo heldur því fram að hann hafi skallað boltann og sendi hann það á vin sinn Morgan eftir leik. Þetta segir fréttamaður Fox.

Kappinn fór í umdeilt viðtal við Morgan á dögunum, þar sem hann hraunaði yfir allt og alla hjá Manchester United. Viðtalið varð til þess að hann yfirgaf félagið skömmu fyrir HM.

Þeir eru miklir mátar og var Ronaldo ekki lengi að rífa upp símann og senda skilaboð á Morgan eftir leik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Spænska ríkisstjórnin skoðar það að sniðganga HM

Spænska ríkisstjórnin skoðar það að sniðganga HM
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sjáðu átök Simeone við stuðningsmann Liverpool – Kallar eftir refsingu en stuðningsmaðurinn tjáir sig

Sjáðu átök Simeone við stuðningsmann Liverpool – Kallar eftir refsingu en stuðningsmaðurinn tjáir sig
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Næstu þrír leikir gætu verið þeir síðustu hjá Amorim ef illa fer

Næstu þrír leikir gætu verið þeir síðustu hjá Amorim ef illa fer
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Tilkynna um andlát ungs manns – Samfélagið harmi slegið

Tilkynna um andlát ungs manns – Samfélagið harmi slegið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Njarðvík leiðir eftir fyrri leikinn – Diouck skoraði og sá rautt

Njarðvík leiðir eftir fyrri leikinn – Diouck skoraði og sá rautt
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Segir að hún og sonur sinn sitji undir hótunum eftir að hafa neitað að fara í trekant með stórstjörnu

Segir að hún og sonur sinn sitji undir hótunum eftir að hafa neitað að fara í trekant með stórstjörnu