fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Súrealísk saga Ragnars – Maðurinn með völdin mætti á svæðið með þyrlu og lífverðina með

433
Sunnudaginn 27. nóvember 2022 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Sigurðsson, fyrrum landsliðskempa og núverandi umboðsmaður fékk sér sæti í Íþróttavikunni með Benna Bó, sem sýnd er á Hringbraut alla föstudaga. Hörður Snævar Jónsson, íþróttastjóri Torgs, sat með Ragnari í settinu.

Hugsanleg sala Glazer-fjölskyldunnar á Manchester United var til umræðu, en í síðustu viku tilkynntu eigendurnir að þeir væri tilbúnir að selja félagið.

„Völlurinn er orðinn gamall og lélegur, æfingasvæðið orðið þreytt og félagið komið á eftir öllum utan vallar,“ segir Hörður um stöðu mála.

Benedikt spurði Ragnar þá út í upplifun sína af eigendum í atvinnumennskunni. Fyrrum miðvörðurinn segir eiganda Krasnodar, þar sem hann var frá 2014-2016, hafa skipt sér töluvert af.

„Hann kom allavega einu sinni, tvisvar í viku á þyrlu,“ segir Ragnar, sem lýsir mikilli bílaumferð í Krasnodar.

„Maður var stundum klukkutíma á leiðinni á æfingu þannig hann kom bara á þyrlu með tvo lífverði með sér.

Hann elskaði fótbolta og klúbbinn. Hann bjó það til 2007 eða 2008 þannig hann var með hjartað og sál í þessu, frábær maður.“

Það kom þó fyrir að eigandinn æsti sig.

„Hann kom einu sinni eða tvisvar inn í klefa eftir leik alveg brjálaður eftir að við töpuðum,“ segir Ragnar Sigurðsson.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Heimsfrægur en tókst að fara huldu höfði í dulargervi í gær

Heimsfrægur en tókst að fara huldu höfði í dulargervi í gær
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Myndband af Kobbie Mainoo vekur athygli – Sagður skoða það að fara frá United á næstu dögum

Myndband af Kobbie Mainoo vekur athygli – Sagður skoða það að fara frá United á næstu dögum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

United gerir ekki ráð fyrir því að Bruno fari á næstu dögum

United gerir ekki ráð fyrir því að Bruno fari á næstu dögum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Grindvíkingar mokuðu inn tæpum fjórum milljónum um helgina

Grindvíkingar mokuðu inn tæpum fjórum milljónum um helgina
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Örvar skaut Stjörnunni í titilbaráttu á meðan KR daðrar við falldrauginn

Örvar skaut Stjörnunni í titilbaráttu á meðan KR daðrar við falldrauginn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Everton staðfestir kaup á Dibling – Kostar slatta og gerir fjögurra ára samning

Everton staðfestir kaup á Dibling – Kostar slatta og gerir fjögurra ára samning
433Sport
Í gær

Ronaldo og félagar vonast til að skáka United

Ronaldo og félagar vonast til að skáka United
433Sport
Í gær

Úlfarnir höfnuðu stóru tilboði í dag

Úlfarnir höfnuðu stóru tilboði í dag
Hide picture