fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

Ásdís Rán næsta hlaðvarpsdrottning landsins? – „Samskipti kynjanna, karlmenn, lýtalækningar og margt annað“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 25. nóvember 2022 17:29

Ásdís Rán. Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísdrottningin Ásdís Rán Gunnarsdóttir færir út kvíarnar og snýr sér að listsköpun og hlaðvarpsheiminum.

Hún kynnir með stolti sína fyrstu handgerðu hönnunarlínu sem samanstendur af þremur málverkalínum: „Be bold,“ „Texture“ og „Unique“.

„Ég hef verið að dunda mér við að mála hér á Íslandi og hef alltaf notið þess að vinna við listræna sköpun og hönnun,“ segir Ásdís Rán í samtali við DV.

„Mamma er mjög klár myndlistakona og hefur fengist við þetta frá unga aldri. Þetta listræna eðli tengist líka mikið inn í mín fyrirsætustörf erlendis þar sem ég fæ að verkstýra og stílisera flestar mínar tökur fyrir blöð og önnur verkefni.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Bad as Art by IceQueen (@asdis.ran)

Listin er mikilvægt tjáningarform fyrir hana. „Mér finnst vanta svo stóran part í mig ef ég get ekki tjá mig í gegnum myndrænt form með því að sitja fyrir og það myndast eitthvað tómarúm eftir svona langan feril en ég uppfylli þessa þörf með því að mála og skapa þannig að nú flyt ég mig yfir í handgerðu listina og fæ vonandi að gleðja fólk með litum og formum í framtíðinni,“ segir hún.

„Ég ákvað að gamni að gefa út litla hönnunarlínu með Texture myndum í hinum ýmsu formum og litum og eru nokkrar komnar í sölu hjá Reykjavik Design. Svo er ég með fleiri verk á Instagram,“ segir hún og bætir við:

„Það er alveg tilvalið að fjárfesta í litlu IceQueen verki meðan þær eru á góðu verði.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Bad as Art by IceQueen (@asdis.ran)

Ísdrottningin byrjar með hlaðvarp

Það er ekki það eina sem er á döfinni hjá athafnakonunni, hún er að byrja með hlaðvarpsþáttinn Krassandi konur.

„Krassandi konur er spjallþáttur með hressu skemmtilegu ívafi og fjallar um það helsta, bæði góða og slæma sem fylgir því að vera kvenmaður. Heilsa, lífstíll, hvatningu, samskipti kynjanna, karlmenn, útlit, lýtalækningar, fegrunarmeðferðir og allskonar,“ segir hún.

Það verður spennandi að fylgjast með Ísdrottningunni á næstu vikum en hún er enginn nýgræðingur þegar kemur að því að láta draumana rætast og sækjast eftir því sem hana langar. Hún á langan feril að baki sem fyrirsæta, fyrirtækjaeigandi og frumkvöðull.

Ásdís Rán. Aðsend mynd.

Fyrir nokkrum árum fór DV yfir annansaman viðskiptaferil hennar. Á þeim tíma sagði hún að þetta snerist einfaldlega um að þora.

„Ég vil hvetja fólk til að elta drauma sína og taka áhættur í lífinu. Framkvæma hugmyndir og læra af reynslunni,“ sagði hún.

Sjá einnig: Viðskiptaævintýri Ásdísar Ránar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?
Fókus
Fyrir 2 dögum

60 ára og skrefi nær því að verða elsti þátttakandi Miss Universe

60 ára og skrefi nær því að verða elsti þátttakandi Miss Universe
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Er kallinn sjaldan í kynlífsstuði? Þetta gætu verið ástæðurnar fyrir því

Er kallinn sjaldan í kynlífsstuði? Þetta gætu verið ástæðurnar fyrir því
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Anne Hathaway þurfti að slumma tíu menn – „Þetta hljómaði viðbjóðslega“

Anne Hathaway þurfti að slumma tíu menn – „Þetta hljómaði viðbjóðslega“