fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
433Sport

RÚV og Vanda slepptu því að senda sterk skilaboð – „Hún hefur aðeins farið gegn þeim prinsippum“

433
Laugardaginn 26. nóvember 2022 10:00

Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ / ©Anton Brink 2021

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Sigurðsson, fyrrum landsliðskempa og núverandi umboðsmaður fékk sér sæti í Íþróttavikunni með Benna Bó, sem sýnd er á Hringbraut alla föstudaga. Hörður Snævar Jónsson, íþróttastjóri Torgs, sat með Ragnari í settinu en þeir fóru yfir fréttir vikunnar. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, fór í eftirminnilegt viðtal á RÚV þar sem hún þurfti tvisvar sinnum að stöðva viðtalið til að berjast við tárin.

„Kannski fyrsta spurningin sem vaknaði hjá mér er hvort hefði ekki verið hægt að taka þetta viðtal í Laugardal. Mögulega sent þannig sterk skilaboð til gestgjafanna að sniðganga mótið og RÚV hefði geta sparað skattpeninga okkar með því að vera bara heima.

Nei nei, þetta viðtal var mjög gott á sinn hátt en ég veit ekki hvort Vanda hafi verið að fá einhverja ómaklega gagnrýni. Ég hef ekki orðið var við hana allavega,“ sagði Hörður.

Benedikt spurði Hörð hvort Vanda væri ekki búinn að grafa sína eigin holu en Fréttablaðið greindi frá því að Vanda hefði ekki sagt alveg satt í viðtalinu út í Katar þegar hún sagði að enginn fjölmiðill hefði reynt að hringja í hana annar en Kristófer Helgason á Bylgjunni. „Hún hefur aðeins farið gegn þeim prinsippum sem maður átti von á. Sumt af þessu er stormur í vatnsglasi sem á ekki að hafa nein áhrif á stjórn KSÍ.“

Hann sagði að Vanda mætti alveg vera í Katar fyrir sér. En það sem vekti athygli er að það hafi verið fjölmörg íþróttamót í Persaflóa án þess að vekja nokkra athygli en fótboltinn væri að taka slaginn um bættan heim.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Age Hareide er látinn

Age Hareide er látinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þessi ummæli Georginu um Ronaldo vekja athygli – „Minnsta sem hann gat boðið“

Þessi ummæli Georginu um Ronaldo vekja athygli – „Minnsta sem hann gat boðið“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Áframhaldandi vandræði hjá Reading

Áframhaldandi vandræði hjá Reading
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Óvæntar sögur um að risinn muni veifa seðlunum í United strax í janúar

Óvæntar sögur um að risinn muni veifa seðlunum í United strax í janúar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Gary segir Óla Jó ekki segja allan sannleikann í ævisögu sinni – „Takk fyrir að nefna mig á nafn í bókinni“

Gary segir Óla Jó ekki segja allan sannleikann í ævisögu sinni – „Takk fyrir að nefna mig á nafn í bókinni“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Guardiola gagnrýnir tvo leikmenn eftir gærkvöldið – Voru orkulausir og sinntu ekki varnarvinnu

Guardiola gagnrýnir tvo leikmenn eftir gærkvöldið – Voru orkulausir og sinntu ekki varnarvinnu
Hide picture