fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fókus

Falleg hefð ólíklegra vina hófst með neyðarlegum mistökum

Fókus
Fimmtudaginn 24. nóvember 2022 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðustu sjö ár hafa Wanda Dench og vinur hennar Jamal Hinton haldið uppi fallegri hefð á þakkargjörðarhátíðinni í Bandaríkjunum. Þau hittust fyrst í nóvember 2016 fyrir ótrúlega tilviljun, eða öllu heldur – neyðarleg mistök.

Wanda ætlaði að senda ömmubarni sínu skilaboð og bjóða honum í mat á þakkargjörðarhátíðinni. Hún vissi þó ekki að ömmubarnið hafði skipt um símanúmer. Gamla símanúmerið hafði verið úthlutað öðrum – hinum þá 17 ára gamla Jamal.

Jamal varð ráðvilltur þegar hann fékk skilaboðin en svaraði þeim þó og eftir að þau Wanda höfðu skipst á nokkrum skilaboðum sendu þau sjálfur (e. selfies) af hvoru öðru til að staðfesta að þarna hefði átt sér stað smá ruglingur. En Jamal spurði þó hvort að hann væri kannski þrátt fyrir ruglinginn velkominn í mat og Wanda hélt það nú. „Þetta er það sem ömmur gera – gefa öllum að borða“

Þetta var upphafið af fallegum vinskap þeirra á milli og þegar sögunni var fyrst deilt á samfélagsmiðlum fór hún sem eldur í sinu um netheima. Jamal greindi svo frá því á síðasta ári að þau vinirnir væru nú að vinna með Netflix að því að gera kvikmynd um þessa fallegu hátíðarsögu þeirra.

Það sem mestu máli skiptir er að þau hafa varið saman þakkargjörðarhátíðinni á hverju ári síðan ruglingurinn var. Á þriðjudaginn deildi Jamal mynd af sér og Wöndu fyrir utan veitingastað þar sem hann greindi frá því að þau væru búin að skipuleggja þakkargjörðarmatinn þetta árið.

Wanda sagði í samtali við Today á miðvikudag að þessi vinskapur hefði haft mikil áhrif á hana.

„Hann er bókstaflega búinn að breyta lífi mínu og því hvernig ég horfi á ungukynslóðina sem er svo opin fyrir vinskap jafnvel þó maður haldi að maður eigi ekkert sameiginlegt með einhverjum.“

Jamal segir að það sé frábært að eiga Wöndu að vin og hann líti á hana sem fjölskyldu meðlim.

Þau eru þó ekki bara vinir einu sinni á árum heldur hittast reglulega, ræða saman í síma og skiptast á skilaboðum. Jamal fór með Wöndu þegar hún fékk sitt fyrsta húðflúr og stuttu við hana eftir að eiginmaður hennar lést úr COVID í apríl árið 2020.

Wanda er nú að stefna á að fara á eftirlaun á næsta ári og ætlar að flytja nokkuð langa vegalengd frá Jamal. Hann ætlar engu síður að keyra til hennar á þakkargjörðarhátíðinni á næsta ári.

People greindi frá

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Emma Stone vill ekki lengur vera kölluð Emma

Emma Stone vill ekki lengur vera kölluð Emma
Fókus
Fyrir 3 dögum

Læknar hafa áhyggjur af áberandi aukaverkunum Ozempic – Augljóst meðal elítunnar í Hollywood

Læknar hafa áhyggjur af áberandi aukaverkunum Ozempic – Augljóst meðal elítunnar í Hollywood
Fókus
Fyrir 3 dögum

Forsetaframbjóðandinn sem gerðist miðill – Hannes lætur efasemdaraddirnar sem vind um eyru þjóta

Forsetaframbjóðandinn sem gerðist miðill – Hannes lætur efasemdaraddirnar sem vind um eyru þjóta
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég ætla ekki að ljúga því að ég hafi verið dýrlingur, en ég var ekki nógu heimskur til að eyðileggja fjölskylduna okkar“

„Ég ætla ekki að ljúga því að ég hafi verið dýrlingur, en ég var ekki nógu heimskur til að eyðileggja fjölskylduna okkar“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“