fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
433Sport

Hljóðbrot af fréttamanni RÚV vekur gríðarlega athygli – „Ekkert hægt að detta í símann“

433
Fimmtudaginn 24. nóvember 2022 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íþróttalýsandinn Hörður Magnússon vakti lukku í gær er hann lýsti leik Belgíu og Kanada á Heimsmeistaramótinu í Katar.

Leiknum lauk með 1-0 sigri Belga, þar sem Kanada var þó betri aðilinn. Michy Batshuayi skoraði eina mark leiksins.

Það kom upp skemmtilegt atvik í leiknum þegar Hörður hélt að dómarinn hafi dæmt vítaspyrnu á Belga, svo var ekki, en hann hafði æst sig ansi vel í lýsingunni. Hann var hins vegar ekki sammála dómaranum.

Þetta var til umræðu í HM-hlaðvarpi íþróttadeildar Torgs (Fréttablaðsins og DV) í dag.

„Hann spólaði þarna upp og var fljótur að sjá að þetta væri rangstaða,“ segir Hörður Snævar Jónsson. „Það er ekkert hægt að detta í símann þegar Höddi er að lýsa. Það er gleði og læti í þessu.“

Helgi Fannar Sigurðsson tók til máls og hrósaði Herði einnig.

„Maður fær nostalgíu líka því þegar ég var ungur að byrja að fylgjast með fótbolta var hann alltaf að lýsa. Hann gerir leikina skemmtilegri og er með frábæran leikskilning, segir fólki eitthvað sem það veit ekki endilega.“

Aron Guðmundsson tók í sama streng.

„Hann leyfir sér að sýna tilfinningar, fara upp á háa C-ið, vera ósammála dómaranum. Það er unun að horfa á leiki sem hann lýsir.“

Það má heyra umræðuna hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Enn einn Snapchat-perrinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gerir risasamning við Pepsi og fær yfir 200 milljónir

Gerir risasamning við Pepsi og fær yfir 200 milljónir
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu myndbandið umtalaða – Klopp og Salah rifust á hliðarlínunni

Sjáðu myndbandið umtalaða – Klopp og Salah rifust á hliðarlínunni
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Liverpool gæti þurft að borga allt að 13 milljónir – Margir að kveðja félagið

Liverpool gæti þurft að borga allt að 13 milljónir – Margir að kveðja félagið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Staðfestir viðræður við nýjan þjálfara – ,,Held að ákvörðun verði tekin í næstu viku“

Staðfestir viðræður við nýjan þjálfara – ,,Held að ákvörðun verði tekin í næstu viku“