fbpx
Þriðjudagur 23.desember 2025
Fréttir

Stóraukinn vopnaburður meðal fanga

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 24. nóvember 2022 08:00

Fangelsið á Hólmsheiði

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðustu árum hefur vopnaburður fanga innan veggja fangelsa landsins aukist mjög mikið og það sama á við um ofbeldisverk. Dæmi eru um að bæði fangar og fangaverðir hafi orðið fyrir alvarlegu heilsutjóni. Fangaverðir vilja aukinn varnarbúnað, högg- og hnífavesti, og rætt hefur verið um aðgengi þeirra að rafbyssum.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag og hefur eftir Páli Winkel, fangelsismálastjóra, að nýr veruleiki sé tekinn við. Nú finnist vopn reglulega í klefum og sameiginlegum rýmum fangelsa. „Fyrir nokkrum árum var þetta nánast óþekkt. Mér ber fyrst og fremst skylda til að gæta öryggis míns starfsfólks. Við höfum mjög takmarkaðan áhuga á að vopnast í fangelsunum en þurfum augljóslega að endurskoða verklag okkar. Og hugsanlega þurfum við að breyta reglum hvað viðkemur umgengni við tiltekna hópa, það er að segja þá sem eru að búa til heimagerð vopn og bera á sér,“ er haft eftir honum.

Hann sagði að þessi vopn séu oft búin til úr plexíglersbrotum, skrúfjárnum, sagarblöðum og nöglum. Hægt sé að segja að allt sé notað. „Þetta eru oftar en ekki vopn sem hægt er að bana mönnum með, hið minnsta valda alvarlegu líkamstjóni,“ sagði Páll.

Vopnum hefur ekki verið beitt gegn fangavörðum en nýlega var ráðist á fangavörð á Litla-Hrauni.

Páll sagði að til skoðunar sé að fangaverðir klæðist högg- og hnífavesti þegar þeir eru við störf. Þetta er varnarbúnaður álíka þeim sem lögreglumenn nota. Hann benti á að fjármagn þurfi til að hægt sé að kaupa slíkan búnað.

Hægt er að lesa nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Faðirinn í Suður-Afríku – „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur“

Faðirinn í Suður-Afríku – „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur“
Fréttir
Í gær

Sauð upp úr í anddyri hárgreiðslustofu í Mosfellsbæ

Sauð upp úr í anddyri hárgreiðslustofu í Mosfellsbæ
Fréttir
Í gær

Á bráðamóttöku eftir meint ofbeldi dyravarða á Auto – „Hann bara ældi og gat varla labbað eða talað“

Á bráðamóttöku eftir meint ofbeldi dyravarða á Auto – „Hann bara ældi og gat varla labbað eða talað“