fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fókus

Titanic með Tom Cruise og Reese Witherspoon í aðalhlutverkum? – Höfuðverkurinn við að finna réttu leikarana í ástarsögu aldarinnar

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Miðvikudaginn 23. nóvember 2022 22:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það munaði engu að Leonardo DiCaprio fengi ekki hlutverk Jack Dawson í stórmyndinni Titanic, segir leikstjórinn James Cameron í nýju viðtali.

Ástæðan voru stælarnir í leikaranum sem, rétt nýskriðinn yfir tvítugt, var byrjaður að skapa sér nafn í Hollywood og þótti taka sjálfan sig helst til of alvarlega.

Myndin raðaði að sér Óskarsverðlaunum

Í viðtalinu segir Cameron frá ýmsum áhugaverðum hlutum sem áttu sér stað þegar farið var af stað með þetta stórvirki kvikmyndasögunnar, ekki síst höfuðverknum við að finna réttu leikarana í aðalhlutverkin, elskendurnar Rose og Jack.

Titanic var tilnefnd til 14 Óskarsverðlaun og fékk 11 þeirra. Leo blessður þurfti þó að þola að vera ekki tilnefndur. Slíkar tölur er fáheyrða við Óskarsverðlaunaafhendingar. Lord of the Rings fékk til að mynda einnig 11 Óskara af þeim 11 sem myndin var tilnefnd til. Titanic hefur þó sigurinn þar sem tilnefningarnar voru fleiri.

Gwyneth var á óskalistanum

Cameron vildi í fyrstu Gwyneth Paltrow í hlutverk Rose en hún afþakkaði. Sama gerðu Winona RyderClaire DanesGabrielle Anwar og Reese Witherspoon. En Kate Winslet, sem aldrei hafði komist á blað hjá Cameron vildi hlutverkið og var ekki á því að gefa sig. Hún sendi Cameron hvert bréfið á fætur öðru þar til Cameron samþykkti að hún mætti koma í prufu.

Matthew McConaughey þótti ekki nógu unglegur.

Eftir prufuna var Cameron þó ekki ekki fullviss um að Winslet væri Rose en þrjóska hennar borgaði sig að lokum og svo fór að Winslet hneppti hið dramatíska hlutverk kvenhetju Titanic. Sú ákvörðun Cameron að velja Kate Winslet reyndist því hárrétt.

En þá kom að því að velja í hlutverk ástmanns hennar, Jack. Margir komu til greina, til að mynda Matthew McConaugheyChris O’DonnellBilly Crudup og Stephen Dorff en Cameron fannst þeir allir of gamlir til að leika tvítugan pilt.

Reese Witherspoon hafði ekki áhuga.

Hann vildi aftur á móti endilega fá Jared Leto en hann sagðist engan áhuga hafa. Tom Cruise sýndi hlutverkinu aftur á móti áhuga en þegar að bar fram launakröfur sínar var hann kvaddur með kurt og pí.

Cameron var þá bent á hinn unga og efnilega Leonardo DiCaprio, hann væri á réttum aldri og búinn að gera góða hluti á hvíta tjaldinu og í sjónvarpi.

Tom Cruise? Nei….

Cameron kallað því piltinn Leo til fundar við sig og segir leikstjórinn að DiCaprio hafi gengið inn á skrifstofun hans eins og hann ætti allan heiminn. En Cameron segir að þrátt fyrir allt hafi Leonardo haft þennan ólýsanlega sjarma sem hafði áhrif á svo að segja alla, líka hann sjálfan.

Cameron bað DiCaprio að lesa á móti Kate Winslet en DiCaprio sagði það af og frá, stórstjörnur á við hann færu ekki í prufur eins og óbreyttir.

Cameron tók þá í hönd hans, þakkaði honum innlitið og bað DiCaprio vel að lifa. Engin prufa, ekkert hlutverk.

DiCaprio var eins og fæddur i hlutverkið.

Cameron segir DiCaprio hafa verið brugðið og spurt hvort hann yrði í alvöru útilokaður ef hann færi ekki prufu. Cameron sagði honum að slík stórmynd myndi taka tvö ár af ævi hans og hann ætlaði ekki að eyðileggja þau með því að sitja uppi með dekurrófu sem ekki hlýddi leikstjóra sínum.

Þá loks samþykkti DiCaprio, fremur sauðslegur þegar þarna var komið, að lesa á móti Winslet. Stóð hann með fýlusvip og heilsaði ekki einu sinni Winslet þegar að hún gekk inn.

En um leið og DiCaprio hóf lestur handritsins segir Cameron hafa myndast töfrar sem hann hafði aldrei áður upplifað.

Þessi tvö voru hreinlega fædd til að leika elskendurna sem örlögin léku svo grátt, slíkir voru straumarnir á milli þeirra.

Það neistaði á milli leikaranna.

Getur einhver ímyndað sér Titanic í dag með Reese Witherspoon og Matthew McConaughey í aðalhlutverkum? Eða Gwyneth Paltrow og Tom Cruise?

Varla.

Nú er bara að bíða og sjá hvort James Cameron getur haldið áfram að töfra með sinni nýjustu mynd, AvatarThe Way of Water, sem beðið er með óþreyju.

Sjáum til, hún verður frumsýnd 16. desember.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Enn einn Snapchat-perrinn
Fókus
Í gær

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“
Fókus
Í gær

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leið eins og Mary Poppins

Leið eins og Mary Poppins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kanye West ætlar í klámið

Kanye West ætlar í klámið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leitar sér hjálpar vegna Ozempic notkunar eftir ákall áhyggjufullra aðdáenda

Leitar sér hjálpar vegna Ozempic notkunar eftir ákall áhyggjufullra aðdáenda