fbpx
Sunnudagur 26.október 2025
433Sport

Arnar Gunnlaugsson í sjokki í beinni á RÚV eftir ótrúlega endurkomu Japans

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 23. nóvember 2022 15:30

Arnar Gunnlaugsson alltaf léttur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Gunnlaugsson sérfræðingur Rúv og þjálfari Víkings var í sjokki eftir leik Þýskalands og Japan á HM í Katar. Þýskaland voru mikið mun sterkari aðili leiksins framan af leik en Ilkay Gundogan kom liðinu yfir. Markið skoraði Gundogan úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik.

Þýskaland fékk urmul færa til að klára leikinn en voru ekki í markaskónum. Það nýttu Japanar sér.

Ritsu Doan jafnaði leikinn á 75 mínútu og átta mínútum síðar var það Takuma Asano sem kom Japan yfir. Bæði Doan og Asano komu inn sem varamenn í leiknum.

„Japanir höfðu heppnina með sér, Þjóðverjar voru að bíða eftir öðru markinu. Þegar fyrsta mark Japans kom þá kom trú á verkefnið, maður er í sjokki eftir að hafa fylgst með seinni hálfleik,“ sagði Arnar á RÚV.

Getty Images

„Þjóðverjar höfðu yfirburði í fyrri hálfleik og spiluðu frábærlega. En höldum okkur við það að hrósa Japan.“

Ásgerður Stefanía Baldursdóttir tók í svipaðan streng. „Í fyrri hálfleik voru Þjóðverjar með öll völd á vellinum, mikið flæði í sóknarleiknum,“ sagði Ásgerður.

„Þjóðverjar brugðust illa við því sem JApan var að gera vel, þeir vakna svo upp við vondan draum og eru í panicki síðustu tíu mínúturnar,“ sagði Arnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Fann að margt hafði breyst á níu árum – Eiður Smári sannfærði hann en var farinn skömmu síðar

Fann að margt hafði breyst á níu árum – Eiður Smári sannfærði hann en var farinn skömmu síðar
433Sport
Í gær

Þetta hafa veðbankar að segja um fallbaráttuna – Bjartsýni fyrir hönd KR en Mosfellingar þurfa kraftaverk

Þetta hafa veðbankar að segja um fallbaráttuna – Bjartsýni fyrir hönd KR en Mosfellingar þurfa kraftaverk