fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Steinhissa á stóra málinu í gær – „Þetta er bara galið“

433
Þriðjudaginn 22. nóvember 2022 16:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það kom upp umdeilt atvik í leik Englands og Íran á Heimsmeistaramótinu í Katar í gær. Þá vildu Englendingar fá víti snemma leiks.

England vann leikinn 6-2 og spilaði frábærlega. Það kom því ekki að sök þegar Harry Maguire fékk ekkert fyrir sinn snúð þegar brotið virtist á honum innan teigs Írans í leik liðanna í B-riðli í gær.

„Hvernig var þetta ekki víti? Maguire var dreginn niður í teignum,“ segir Hörður Snævar Jónsson í HM-hlaðvarpi íþróttadeilar Torgs (Fréttablaðsins og DV) í dag.

Íran fengu víti seint í leiknum fyrir brot sem virtist ekki alvarlega en þegar Maguire var dreginn niður í byrjun leiks.

„Þetta er bara galið. Ég er ekkert ósammála því að þetta hafi verið víti á Englendinga í lokin, en ef það er línan átti þetta svo gjörsamlega að vera víti í byrjun,“ segir Helgi Fannar Sigurðsson.

Hann bendir á að Argentína hafi fengið víti fyrir svipað atvik og þegar brotið var á Maguire í leik sínum gegn Sádi-Arabíu í dag.

„Enn og aftur er línan hjá dómurum og VAR aðeins að pirra mann.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina