fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Kristján Einar segist hafa verið í baráttu við íslensk yfirvöld í 4 ár – Vill flytja inn þetta gæludýr

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 22. nóvember 2022 10:55

Kristján Einar. Skjáskot/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Einar Sigurbjörnsson, sjómaður og áhrifavaldur, segir að undanfarin fjögur ár hefur hann verið í baráttu við íslensk yfirvöld um að fá að flytja inn agnarsmáa grísi.

Kristján Einar, eða Kleini eins og hann kallar sig á samfélagsmiðlum, hefur verið mjög virkur á Instagram síðan hann losnaði úr varðhaldi á Spáni eftir átta mánaða fangelsisvist.

Sjá einnig: Kleini er laus úr steininum á Spáni eftir átta mánuði – „Og hef ég sögur að segja, madre mia“

„[Ég] er núna búnað vera í baráttu við íslensku yfirvöldin í fjögur ár um að fá réttindi til þess að flytja einn svona til Íslands sem gæludýr og set fljótlega upp undirskriftarlista fyrir þá sem vilja það sama því þetta eru sætustu dýr jarðríkis. Takk fyrir mig,“ sagði hann í Story á Instagram og birti síðan myndband af krúttgrísunum.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Pigs Lover🐽 (@pig._lover)

Sjá einnig: Kristján Einar fær hlýjar kveðjur frá Ísdrottningunni

Mikið álag

Fjölmargir hafa sent áhrifavaldinum skilaboð síðan hann losnaði úr fangelsi. Hann tók skýrt fram að hann sé ekki að hunsa neinn heldur mun hann svara öllum þegar tækifæri gefst.

„Til allra yndislegu manneskjanna sem eru búin að senda mér skilaboð, ég kann að meta ástina. Instagram er bara að hrynja hjá mér út af magni skilaboða en ég mun reyna að svara ykkur öllum við tækifæri. Ekki halda að ég sé að hunsa ykkur, það er bara gífurlega mikið álag. Og bara Guð blessi ykkur, ég mun svara ykkur við tækifæri. Ég gleymi ekki mínu fólki,“ sagði hann.

Hann birti síðan mynd af sér með textabútnum: „This is the story of a warrior“ eða „þetta er saga stríðsmanns.“

Skjáskot/Instagram

Kristján fór frá Spáni í gær en tók ekki fram hvert hann væri að ferðast, líklegast er hann að koma aftur á klakann.

Skjáskot/Instagram
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta