fbpx
Þriðjudagur 20.maí 2025
433Sport

De Gea steinhissa eftir skilaboð frá forsetanum – Sagði hann hafa lagt hanskana á hilluna

Victor Pálsson
Sunnudaginn 20. nóvember 2022 11:15

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

David de Gea, markvörður Manchester United, var steinhissa er hann fékk skilaboð frá forseta spænska knattspyrnusambandsins í vikunni.

Þetta segir blaðamaðurinn Jose Alvarez en hann ræddi málið í samtali við El Chiringuito.

De Gea var ekki valinn í landsliðshóp Spánar fyrir HM í Katar en Luis Enrique, landsliðsþjálfari, treystir ekki á hans þjónustu.

De Gea hafði aldrei gefið út að hann væri hættur með landsliðinu en af einhverjum ástæðum var það hugsun spænska sambandsins.

,,David, ég er glaður með að þú hafir loksins tekið ákvörðun sem þú hefur hugsað um lengi. Mér hefur verið tjáð að þú sért að kveðja landsliðið,“ voru skilaboð Luis Rubiales, forseta sambandsins til De Gea.

De Gea svaraði mjög skýrt og hafði ekki hugmynd um hvað Rubiales væri að tala um en hann gaf kost á sér á HM í Katar og hefur ekki tekið ákvörðun um framhaldið.

,,Stjórinn tjáði mér að hann ætlaði ekki að treysta á mig en ég hef aldrei neitað landsliðinu og það er ekki planið, ef ég er kallaður í liðið,“ var svar De Gea.

De Gea á að baki 45 landsleiki fyrir Spán en lék síðast fyrir liðið í Þjóðadeildinni fyrir tveimur árum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Héldu „jarðarför“ Jose Mourinho í Istanbúl í gærkvöldi

Héldu „jarðarför“ Jose Mourinho í Istanbúl í gærkvöldi
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Óveðurský yfir Akranesi – Velta því fyrir sér hvort Jón Þór þurfi að óttast um starf sitt

Óveðurský yfir Akranesi – Velta því fyrir sér hvort Jón Þór þurfi að óttast um starf sitt
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Amorim ætlaði að gefast upp eftir nokkrar vikur með United – Segja frá því hvað gekk á

Amorim ætlaði að gefast upp eftir nokkrar vikur með United – Segja frá því hvað gekk á
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tveir frægir menn gómaðir ölvaðir og örvaðir að spjalla við fyrirsætu – Öllu var lekið út

Tveir frægir menn gómaðir ölvaðir og örvaðir að spjalla við fyrirsætu – Öllu var lekið út
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Liverpool tapaði á útivelli í kvöld

Liverpool tapaði á útivelli í kvöld
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Framherjinn mætti til Manchester í dag og fundaði með United

Framherjinn mætti til Manchester í dag og fundaði með United
433Sport
Í gær

Eitt fallegasta aukaspyrnumark seinni ára hjá Alvarez á Spáni um helgina

Eitt fallegasta aukaspyrnumark seinni ára hjá Alvarez á Spáni um helgina
433Sport
Í gær

Eftir ótrúlegt klúður sturlaðist hann þegar myndavélin beindist að honum – Sjáðu hvað gerðist

Eftir ótrúlegt klúður sturlaðist hann þegar myndavélin beindist að honum – Sjáðu hvað gerðist