fbpx
Laugardagur 03.maí 2025
Fókus

Þessi sjö einkenni hjartaáfalls geta komið fram fyrr en fólk heldur

Fókus
Laugardaginn 19. nóvember 2022 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flestir kannast við algengustu einkenni hjartaáfalls – verkur fyrir brjósti, svimi og sundl. Rannsókn hefur þó bent til þess að merki geti komið fram allt að mánuði áður en hjartaáfallið á sér stað.

Sérfræðingar við læknaháskólann í Arkansas komust að því að 95 prósent af þátttakendum í rannsókn þeirra höfðu fundið fyrir óvenjulegum einkennum jafnvel rúmum mánuði áður en þeir fengu hjartaáföll. Þessi einkenni gengu svo yfir eftir áfallið.

Þessi einkenni voru eftirfarandi sjö:

  1. Svefntruflanir (48 prósent þátttakenda fundu fyrir þessu)
  2. Mæði (e. shortness of breath en 42 prósent fundu fyrir þessu)
  3. Meltingartruflanir (39 prósent greindu frá þessu einkenni)
  4. Kvíði (35,5 prósent fundu fyrir kvíða)
  5. Þyngsl eða máttleysi í höndum og fótum (24,9 prósent)
  6. Breytingar í hugsunarhætti (23,9 prósent)
  7. Lítil matarlyst (21,9 prósent)

Í samtali við The Sun sagði einn sérfræðingurinn að það væri einnig fjöldi annara einkenna sem fólk gæti fundið fyrir. Hefðbundnu einkennin væru verkur fyrir brjósti, þyngsl fyrir brjósti – en þetta gæti gefið til kynna að hjartavöðvinn sé ekki að fá nægilega mikið súrefni í blóði. Svo gæti komið máttleysi í fótum og höndum.

„Önnur einkenni hjartasjúkdóms gætu verið mæði, hjartsláttartruflanir (þegar fólk finnur fyrir hjartslætti sínum) Þetta getur valdið kvíða, heitum svita og svima og sundli sem og þreytu. Allt eru þetta merki um að líkaminn sé ekki að fá nægilega mikið súrefni,“ sagði læknirinn Anushka Patchava. Eins gæti fólk fengið bólgur í útlimi, tær og fingur gætu tekið á sig bláan blæ og þetta sé allt merki um að fólk gæti fengið hjartaáfall.

Eins gæti fólk fundið fyrir verkjum í kjálka eða orðið óglatt.

Patchava sagði að það væri mikilvægt að halda streitu í lágmarki og nýta tól á borð við núvitund og hugleiðslu. Streita sem og andleg veikindi á borð við þunglyndi geti valdið aukinni hættu á hjartasjúkdómum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Framleiða þætti eftir bók Elizu – „Ég er ótrúlega spennt að sjá mína fyrstu skáldsögu vakna til lífs á sjónvarpsskjánum“

Framleiða þætti eftir bók Elizu – „Ég er ótrúlega spennt að sjá mína fyrstu skáldsögu vakna til lífs á sjónvarpsskjánum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fanney varð ólétt 17 ára: „Oft hugsa ég til baka, það er ótrúlegt hvað maður kom samt vel út úr þessu“

Fanney varð ólétt 17 ára: „Oft hugsa ég til baka, það er ótrúlegt hvað maður kom samt vel út úr þessu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýjar myndir af söngkonunni ýta undir Ozempic orðróm

Nýjar myndir af söngkonunni ýta undir Ozempic orðróm
Fókus
Fyrir 3 dögum

Björgvin Franz og Berglind selja splunkunýja íbúð

Björgvin Franz og Berglind selja splunkunýja íbúð
Fókus
Fyrir 4 dögum

Birgitta Líf er á Spáni: „Staðan í einu búðinni sem var opin nálægt var eins og fyrir dómsdag“

Birgitta Líf er á Spáni: „Staðan í einu búðinni sem var opin nálægt var eins og fyrir dómsdag“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum