fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fókus

Þessi sjö einkenni hjartaáfalls geta komið fram fyrr en fólk heldur

Fókus
Laugardaginn 19. nóvember 2022 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flestir kannast við algengustu einkenni hjartaáfalls – verkur fyrir brjósti, svimi og sundl. Rannsókn hefur þó bent til þess að merki geti komið fram allt að mánuði áður en hjartaáfallið á sér stað.

Sérfræðingar við læknaháskólann í Arkansas komust að því að 95 prósent af þátttakendum í rannsókn þeirra höfðu fundið fyrir óvenjulegum einkennum jafnvel rúmum mánuði áður en þeir fengu hjartaáföll. Þessi einkenni gengu svo yfir eftir áfallið.

Þessi einkenni voru eftirfarandi sjö:

  1. Svefntruflanir (48 prósent þátttakenda fundu fyrir þessu)
  2. Mæði (e. shortness of breath en 42 prósent fundu fyrir þessu)
  3. Meltingartruflanir (39 prósent greindu frá þessu einkenni)
  4. Kvíði (35,5 prósent fundu fyrir kvíða)
  5. Þyngsl eða máttleysi í höndum og fótum (24,9 prósent)
  6. Breytingar í hugsunarhætti (23,9 prósent)
  7. Lítil matarlyst (21,9 prósent)

Í samtali við The Sun sagði einn sérfræðingurinn að það væri einnig fjöldi annara einkenna sem fólk gæti fundið fyrir. Hefðbundnu einkennin væru verkur fyrir brjósti, þyngsl fyrir brjósti – en þetta gæti gefið til kynna að hjartavöðvinn sé ekki að fá nægilega mikið súrefni í blóði. Svo gæti komið máttleysi í fótum og höndum.

„Önnur einkenni hjartasjúkdóms gætu verið mæði, hjartsláttartruflanir (þegar fólk finnur fyrir hjartslætti sínum) Þetta getur valdið kvíða, heitum svita og svima og sundli sem og þreytu. Allt eru þetta merki um að líkaminn sé ekki að fá nægilega mikið súrefni,“ sagði læknirinn Anushka Patchava. Eins gæti fólk fengið bólgur í útlimi, tær og fingur gætu tekið á sig bláan blæ og þetta sé allt merki um að fólk gæti fengið hjartaáfall.

Eins gæti fólk fundið fyrir verkjum í kjálka eða orðið óglatt.

Patchava sagði að það væri mikilvægt að halda streitu í lágmarki og nýta tól á borð við núvitund og hugleiðslu. Streita sem og andleg veikindi á borð við þunglyndi geti valdið aukinni hættu á hjartasjúkdómum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Einar Ágúst þurfti að endurskoða líf sitt eftir að hafa greinst með alvarleg veikindi í fyrra

Einar Ágúst þurfti að endurskoða líf sitt eftir að hafa greinst með alvarleg veikindi í fyrra
Fókus
Í gær

„Ég hugsaði um að draga mig út þegar stríðið á Gaza braust út en á sama tíma vildi ég taka pláss og nota röddina mína“

„Ég hugsaði um að draga mig út þegar stríðið á Gaza braust út en á sama tíma vildi ég taka pláss og nota röddina mína“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sonur Birgittu Lífar og Enoks kominn með nafn

Sonur Birgittu Lífar og Enoks kominn með nafn
Fókus
Fyrir 2 dögum

TikTok-stjarnan lést á afmælisdegi kærastans

TikTok-stjarnan lést á afmælisdegi kærastans
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjónvarpssería um ævintýralegan feril Jósafats Arngrímssonar

Sjónvarpssería um ævintýralegan feril Jósafats Arngrímssonar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Katrín og Vilhjálmur að „ganga í gegnum helvíti“

Katrín og Vilhjálmur að „ganga í gegnum helvíti“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Britney rýfur þögnina eftir meint hörkurifrildi hennar og kærastans – „Ég veit að mamma mín tengist þessu!“

Britney rýfur þögnina eftir meint hörkurifrildi hennar og kærastans – „Ég veit að mamma mín tengist þessu!“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Háklassa vændiskona fékk 650 þúsund krónur fyrir fjögurra tíma vinnu – „Ég myndi aldrei mæla með þessu starfi fyrir einhvern“

Háklassa vændiskona fékk 650 þúsund krónur fyrir fjögurra tíma vinnu – „Ég myndi aldrei mæla með þessu starfi fyrir einhvern“