fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Svikin loforð í Katar – Ekki fræðilegur að fá einn öl á völlunum átta

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 18. nóvember 2022 11:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

FIFA hefur ákveðið að gefa eftir eftir mikinn þrýsting frá yfirvöldum í Katar. Bjór verður bannaður á öllum völlum á HM í Katar.

Þrátt fyrir margra mánaða loforð um að bjóra og annað áfengi yrði selt á völlunum átta. Geta ensk blöð nú staðfest að svo verður ekki.

Eini staðurinn sem áfengi verður selt í kringum mótið verður á sérstöku stuðningsmannasvæði í miðborg Doha.

Þar kostar bjórinn rúmar 2 þúsund krónur, ljóst er að þessi tíðindi fara illa í bjórþyrst knattspyrnuáhugafólk sem er vant því að fá sér bjór á vellinum.

FIFA hafði þangað til í gærkvöldi lofað stuðningsmönnum að bjórinn yrði í boði á völlum mótsins en af því verður ekki.

Strangar reglur eru varðandi áfengi og notkun þess í Katar eitthvað sem margur gæti átt erfitt með venjast sem heimsækir mótið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Á leið í dönsku úrvalsdeildina fyrir sjö milljónir evra eftir langa dvöl á Englandi

Á leið í dönsku úrvalsdeildina fyrir sjö milljónir evra eftir langa dvöl á Englandi
433Sport
Í gær

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu