fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Útskýrir af hverju hann sagði nei við Arsenal og fleiri

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 17. nóvember 2022 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dusan Vlahovic sér ekki eftir þeirri ákvörðun sinni að ganga í raðir Juventus í janúar á þessu ári.

Hinn 22 ára gamli Vlahovic var einn eftirsóttasti leikmaður heims fyrir um ári síðan, er hann var að raða inn mörkunum fyrir Fiorentina í Serie A.

Framherjinn var hvað helst orðaður við Arsenal og Juventus, en síðarnefnda félagið varð fyrir valinu.

„Það er rétt að það voru mörg önnur félög sem höfðu áhuga. Juventus er samt Juventus, eitt stærsta félag heims,“ segir Vlahovic.

„Mér fannst þetta vera besti kosturinn frá upphafi og ég hef ekki breytt skoðun minni varðandi það.“

Frá komu sinn til Juventus fyrir um tíu mánuðum síðan hefur hinn serbneski Vlahovic skorað sextán mörk í 36 leikjum fyrir Juventus.

Hann undirbýr sig nú af kappi fyrir Heimsmeistaramótið í Katar með serbneska landsliðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Á leið í dönsku úrvalsdeildina fyrir sjö milljónir evra eftir langa dvöl á Englandi

Á leið í dönsku úrvalsdeildina fyrir sjö milljónir evra eftir langa dvöl á Englandi
433Sport
Í gær

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu