fbpx
Þriðjudagur 21.maí 2024
433Sport

HM er ekki hátíð barnanna – Mörg standa frammi fyrir skelfilegum mánuði

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 17. nóvember 2022 18:00

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á sunnudaginn hefst HM í knattspyrnu í Katar. Reikna má með að milljónir manna um allan heim muni fylgjast með beinum sjónvarpsútsendingum frá keppninni. En keppnin er ekki bara eintóm gleði fyrir alla því mörg börn hafa ekki yfir miklu að gleðjast í tengslum við hana.

Bresku samtökin NSPCC, sem vinna gegn ofbeldi og illri meðferð á börnum, segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af líðan margra barna á meðan á mótinu stendur. Segja samtökin að reikna megi með að heimilisofbeldi, sem beinst gegn börnum, muni færast í aukana á meðan mótið stendur yfir. Þau benda á að þegar HM fór fram 2018 hafi hringingum barna í hjálparlínu fjölgað um þriðjung miðað við það sem venjulegt er. Sky News skýrir frá þessu.

Samtökin segja að börnin séu í meiri hættu vegna aukins stress á heimilinu vegna mótsins, meiri áfengisneyslu og veðmála.

Samtökin nefna sem dæmi það sem 13 ára stúlka sagði þegar HM 2018 stóð yfir: „Bróðir minn verður mjög árásargjarn þegar hann drekkur. Hann öskrar á okkur að ástæðulausu og heimtar peninga frá mömmu. Eftir leik Englands í dag, kom hann drukkinn heim og sló mömmu í andlitið, ég varð að hringja í lögregluna. Hann hefur verið til vandræða árum saman og í hreinskilni sagt þá hef ég fengið nóg af honum. Ég vildi óska að hann myndi hverfa úr lífi okkar svo ég og mamma séum ekki alltaf svona hræddar.“

Móðir annars barns, sem hafði samband við NSPCC fyrir fjórum árum, sagði: „Besta vinkona dóttur minnar sagði mér að pabbi hennar lemji hana og móður hennar. Hann drekkur mikið á barnum og beitir ofbeldi þegar hann kemur heim.“

Rannsókn, sem var birt fyrr á árinu, sýndi að bein tengsl eru á milli stórra íþróttaviðburða og fjölda tilkynninga um heimilisofbeldi.

Fimmta hvert breskt barn hefur orðið fyrir illri meðferð, þar á meðal kynferðisofbeldi og heimilisofbeldi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Toni Kroos að leggja skóna á hilluna

Toni Kroos að leggja skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Svona hefði stöðutaflan á Englandi litið út án VAR

Svona hefði stöðutaflan á Englandi litið út án VAR
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Átti Arsenal skilið að vinna titilinn? – Ummæli Havertz vekja athygli

Átti Arsenal skilið að vinna titilinn? – Ummæli Havertz vekja athygli
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Rakst á Arnar Gunnlaugs um daginn og þessi leikmaður var til umræðu

Rakst á Arnar Gunnlaugs um daginn og þessi leikmaður var til umræðu
433Sport
Í gær

Auddi trúði vart eigin augum yfir frammistöðunni – „Ég hef aldrei séð svona andleysi“

Auddi trúði vart eigin augum yfir frammistöðunni – „Ég hef aldrei séð svona andleysi“
433Sport
Í gær

Segist vita af hverju Arsenal vann ekki deildina – ,,Þeir vilja ekki vinna okkur“

Segist vita af hverju Arsenal vann ekki deildina – ,,Þeir vilja ekki vinna okkur“