fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fréttir

Þetta vitum við um flugskeytamálið í Póllandi – Telja að því hafi verið skotið frá Úkraínu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 16. nóvember 2022 05:56

Flugskeyti lenti í Przewodow  síðdegis á þriðjudaginn. Myned:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flugskeyti lenti í bænum Przewodow í Póllandi síðdegis í gær og varð tveimur að bana. Bærinn er nærri úkraínsku landamærunum. Tveir létust. Enn hefur ekki verið staðfest hver skaut flugskeytinu en Pólverjar telja það rússneskt. Bandarískir embættismenn sögðu í nótt að flest bendi til að flugskeytinu hafi verið skotið frá Úkraínu.

Hér fyrir neðan er yfirlit yfir það sem vitað er um málið núna.

Pólska utanríkisráðuneytið segir að rússneskt flugskeyti hafi lent í bænum Przewodow klukkan 15.40 að staðartíma í gær.

Tveir pólskir ríkisborgarar létust í sprengingunni.

Pólverjar hafa ekki afgerandi sannanir fyrir hver skaut flugskeytinu að sögn Andrzej Duda, forseta, en hann sagði að það hafi „líklegast“ verið framleitt í Rússlandi.

NATO fylgist náið með málinu og boðað hefur verið til skyndifundar hjá bandalaginu í dag.

Pólverjar, sem eru aðilar að NATO, segjast vera að skoða hvort þörf sé á að virkja fjórðu grein sáttmála bandalagsins. Hún snýst um að aðildarríkin ráðfæra sig við hvert annað þegar landsvæði, pólitísku sjálfstæði eða öryggi er ógnað.

Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, hefur hvatt landa sína til að halda ró sinni.

Rússar vísa því á bug að þeir hafi skotið flugskeytinu á Pólland og segja ásakanir þar um vera „meðvitaðar ögranir“.

Sprengingin í Przewodow varð nokkurn veginn á sama tíma og Rússar létu flugskeytum rigna yfir úkraínska bæi og borgir.

Bandarískir embættismenn sögðu í nótt að frumrannsókn bendi til að flugskeytinu hafi verið skotið af Úkraínumönnum til að granda rússnesku flugskeyti.

Byggt á umfjöllun AP, Reuters, AFP og CNN.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi“

„Það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi“
Fréttir
Í gær

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni
Fréttir
Í gær

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins húðskammar flokkinn sinn – Orðinn hundleiður á að ósanngjörnum sköttum og sýndarstjórnmálum „sem enginn kaupir lengur“

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins húðskammar flokkinn sinn – Orðinn hundleiður á að ósanngjörnum sköttum og sýndarstjórnmálum „sem enginn kaupir lengur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skoðanakönnun: Hver stóð sig best í kappræðunum á RÚV?

Skoðanakönnun: Hver stóð sig best í kappræðunum á RÚV?