fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
EyjanFókus

Nýir þjóðþekktir aðilar taka við rekstri Mathússins í Garðabæ – Niðurlægingatímabili með undirheimaívafi lokið

Eyjan
Þriðjudaginn 15. nóvember 2022 10:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýir eigendur hafa tekið við rekstri Mathússins í Garðabæ. Þetta kemur fram í frétt Mannlífs í morgun en áður hafði verið greint frá því á Facebook-síðu staðarins að nýir aðilar hefðu tekið við rekstrinum þótt ekki hafi verið gefið upp hverjir það væru.

Fyrrverandi landsliðsmenn í körfuknattleik, þeir Jón Arnór Stefánsson og Fannar Ólafsson eru meðal eigenda samkvæmt heimildum Mannlífs og halda saman á 20 prósent hlut. Meðal annarra eigenda eru fjárfestarnir Andri Gunnarsson, sem er frændi og viðskiptafélagi Fannars, Leifur Steinn Árnason, Kristján Grétarsson og Þórður Kolbeinsson.

Þá verður rekstur staðarins í höndum Einars Sturlu Möinichen, fyrrum eiganda Hressingarskálans (Hressó) og eiginkonu hans.

Mathúsinu var tekið fagnandi af Garðbæingum þegar að staðurinn opnaði enda lítið um veitingastaði í bæjarfélaginu á þeim tíma. Fullt var út úr dyrum lengi vel en síðan fór að halla undan fæti og Covid-heimsfaraldurinn fór illa með reksturinn eins og hjá öðrum veitingastöðum.

Banabitinn var þó sá að þekktir undirheimamenn fóru að venja komur sínar þangað sem og orðrómur um að rekstur staðarins væri í höndum eins þekktasta undirheimamanns landsins. Þá gekk hávær saga fjöllum hærra á dögunum að til átaka hefði komið inn á staðnum milli hans og annars aðila og gerði sú saga lítið fyrir viðskiptavild staðarins.

En núna er niðurlægingaskeiðinu lokið og má reikna með að Garðbæingar og nærsveitungar fagni því að rekstur Mathússins nái fyrri hæðum að nýju.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson
Fókus
Fyrir 3 dögum

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni