Gary Neville fyrrum fyrirliði Manchester United virðist hafa gaman af því að vera óvinalista Cristiano Ronaldo.
Ronaldo fer í viðtali sínu við Piers Morgan yfir Neville og Wayne Rooney og segist ekki þola ómálefnilega gagnrýni frá fyrrum félögum.
Neville hefur ekki verið hræddur við að gagnrýna sinn gamla vin sem varð til þess að Ronaldo neitaði að taka í hönd hans á dögunum. „Þeir eru ekki vinir mínir, þeir eru fyrrum vinnufélagar. Við borðum aldrei kvöldmat saman,“ segir Ronaldo í viðtalinu.
Neville virðist hafa gaman af þessu og skrifar á Twitter. „Einhver klár í kvöldmat?,“ skrifar Neville.
Viðtalið við Ronaldo hefur sett allt á annan endann en framtíð hans hjá United er í lausu lofti nú þegar HM í Katar fer af stað.
Anyone for dinner?
— Gary Neville (@GNev2) November 15, 2022