fbpx
Mánudagur 19.maí 2025
433Sport

Neyðarfundur í Manchester í dag – Ten Hag og stjórnarmenn ræða refsingar

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 14. nóvember 2022 15:00

Ronaldo og Erik ten Hag.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórnarmenn Manchester United hafa boðað Erik ten Hag stjóra liðsins á fund í dag til að ræða málefni Cristiano Ronaldo.

Ronaldo sem er 37 ára gamall fór í viðtal hjá Piers Morgan sem birtist í heild sinni í vikunni. Þar úthúðar hann félaginu og Erik ten Hag.

Ten Hag og stjórnin funda í dag um það hvort og hvernig skal refsa Ronaldo fyrir viðtalið við Piers Morgan.

Talið er næsta víst að félagið muni sekta Ronaldo fyrir viðtalið en hann talaði mikið um að félagið hefði svikið sig.

Telegraph segir frá fundinum sem fram fer í dag en lögfræðingur hefur látið hafa eftir sér að United gæti mögulega rift samningi Ronaldo.

Richard Arnold stjórnarformaður liðsins, John Murtough yfirmaður knattspyrnumála og líklega Joe Glazer eigandi félagsins munu funda með Ten Hag.

Í frétt Telegraph segir að margir leikmenn United hafi fyrir löngu fengið nóg af hegðun Ronaldo en líklega hefur hann spilað sinn síðasta leik fyrir félagið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sonur Ronaldo skoraði sitt fyrsta mark og fagnaði að hætti föður síns

Sonur Ronaldo skoraði sitt fyrsta mark og fagnaði að hætti föður síns
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ummæli Palmer vekja athygli: ,,Þetta er klikkað er það ekki?“

Ummæli Palmer vekja athygli: ,,Þetta er klikkað er það ekki?“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hentar ekki leikkerfi Amorim

Hentar ekki leikkerfi Amorim
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ungur maður varð að hetju eftir að hafa framið glæp fyrir framan heimsbyggðina – Sjáðu hvað gerðist

Ungur maður varð að hetju eftir að hafa framið glæp fyrir framan heimsbyggðina – Sjáðu hvað gerðist
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Framlengja samning markaskorarans til 2026

Framlengja samning markaskorarans til 2026
433Sport
Í gær

Stjarna Liverpool númer eitt á listanum í sumarglugganum

Stjarna Liverpool númer eitt á listanum í sumarglugganum