fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Leikmenn United sárir og svekktir út í Ronaldo – Fengu fréttir af viðtalinu í flugi

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 14. nóvember 2022 08:12

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erik ten Hag stjóri Manchester United og leikmenn félagsins eru svekktir út í Cristiano Ronaldo sem fór í viðtal hjá Piers Morgan til að drulla yfir félagið.

Ronaldo sem er 37 ára gamall vill fara frá félaginu og virðist viðtalið við Morgan vera liður í því.

Sky Sports segir að Ten hag og leikmenn hafi verið mjög ósáttir með tóninn í viðtalinu og tímasetningu þess.

Meira:
Meira úr Ronaldo viðtalinu – Drullar yfir Ralf Rangnick

Félagið frétti af viðtalinu seint í gær þegar liðið var á leið í flug frá London til Manchester eftir sigur á Fulham.

„Það eru allir mjög svekktir með að hann vanvirði félagið, stjórann og liðsfélagana sína svona,“ segir í frétt Sky.

Samkvæmt Sky Sports mun félagið skoða alla þá kosti sem eru í boði fyrir Ronaldo. Hann fékk að vita á fimmtudag að hann yrði á bekknum gegn Fulham en yrði í hóp. Þá tjáði hann félaginu að hann væri veikur.

Viðtalið í heild mun birtast í vikunni en þar kemur fram að hann telji Manchester United hafa svikið sig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Besta deildin: Dramatískt jöfnunarmark í Kaplakrika

Besta deildin: Dramatískt jöfnunarmark í Kaplakrika
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Orri Steinn hetja Sociedad

Orri Steinn hetja Sociedad
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

England: Tryggði stig gegn United með sinni fyrstu snertingu

England: Tryggði stig gegn United með sinni fyrstu snertingu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Guðlaugur Victor rifti við Plymouth

Guðlaugur Victor rifti við Plymouth
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Duttu í það stuttu fyrir leik á HM: Sjúkraþjálfarinn með áhugaverða uppástungu – ,,Hann varð veikur og gat ekki tekið þátt“

Duttu í það stuttu fyrir leik á HM: Sjúkraþjálfarinn með áhugaverða uppástungu – ,,Hann varð veikur og gat ekki tekið þátt“
433Sport
Í gær

Pirraður á umfjöllun fjölmiðla: ,,Ten Hag var aldrei vandamálið“

Pirraður á umfjöllun fjölmiðla: ,,Ten Hag var aldrei vandamálið“
433Sport
Í gær

Gummi Ben kom Hjörvari verulega á óvart í beinni útsendingu – Fékk gjöf frá manninum sem hann hefur gagnrýnt mest

Gummi Ben kom Hjörvari verulega á óvart í beinni útsendingu – Fékk gjöf frá manninum sem hann hefur gagnrýnt mest
433Sport
Í gær

Fyrirliðinn spenntastur fyrir þessum leikmanni í vetur

Fyrirliðinn spenntastur fyrir þessum leikmanni í vetur