fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Hafnaði tækifærinu á að fara til Katar – Bíður eftir öðru landi

Victor Pálsson
Laugardaginn 12. nóvember 2022 18:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vængmaðurinn Callum Hudson-Odoi hefur hafnað því að vera hluti af leikmannahópi Gana á HM í Katar.

Frá þessu greina enskir miðlar en Hudson-Odoi var möguleiki fyrir Gana sem tryggði sér sæti í lokakeppninni í mars.

Hudson-Odoi á að baki þrjá landsleiki fyrir England en hann er leikmaður Chelsea og spilar með Bayer Leverkusen í Þýskalandi í láni.

Gana hafði áhuga á að nota Hudson-Odoi á HM en hann er ættaður þaðan en svarið var einfalt; nei takk.

Hudson-Odoi ætlar að bíða eftir öðru kalli frá enska landsliðinu en hann var ekki valinn í hópinn sem ferðast á HM í þetta sinn.

Hudson-Odoi hafnaði þar með tækifæri á að spila á sínu fyrsta stórmóti og er ákveðinn í að leika fyrir England reglulega einn daginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sá yngsti í sögu félagsins til að leggja upp

Sá yngsti í sögu félagsins til að leggja upp
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Gæti óvænt tekið hanskana af hillunni og spilað á HM 2026

Gæti óvænt tekið hanskana af hillunni og spilað á HM 2026
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Engin rúta á Emirates í dag: ,,Viljum hræða andstæðinginn“

Engin rúta á Emirates í dag: ,,Viljum hræða andstæðinginn“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Gætu fengið tvær stjörnur frá Manchester

Gætu fengið tvær stjörnur frá Manchester
433Sport
Í gær

Opnar sig um meiðsli liðsfélagans – „Það er mikil blóðtaka fyrir okkur“

Opnar sig um meiðsli liðsfélagans – „Það er mikil blóðtaka fyrir okkur“
433Sport
Í gær

Davíð Smári: „Ég er ótrúlega stoltur og á engin orð“

Davíð Smári: „Ég er ótrúlega stoltur og á engin orð“
433Sport
Í gær

Skoðar stöðu sína eftir samþykkt tilboð – Furðaði sig á fréttaflutningi um málið á dögunum

Skoðar stöðu sína eftir samþykkt tilboð – Furðaði sig á fréttaflutningi um málið á dögunum
433Sport
Í gær

Daninn ómyrkur í máli í kjölfar U-beygju Eze

Daninn ómyrkur í máli í kjölfar U-beygju Eze