fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Rooney harðorður í garð Ronaldo – ,,Truflun sem þeir þurfa ekki á að halda“

Victor Pálsson
Laugardaginn 12. nóvember 2022 10:00

Ronaldo skorar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Wayne Rooney, goðsögn Manchester United, hefur tjáð sig um Cristiano Ronaldo, leikmann liðsins, sem er alltaf á milli tannana á fólki þessa dagana.

Ronaldo reyndi ítrekað að komast burt frá Man Utd í sumar og neitaði síðar að koma inná sem varamaður undir lok leiks gegn Tottenham.

Erik ten Hag, stjóri Man Utd, setti Ronaldo þá í kælingu en hann er nú aftur orðinn hluti af aðalliðinu og er til taks.

Rooney er ekki sáttur með hegðun Ronaldo sem hann þekkir vel og talar jafnvel um hann sem einn besta ef ekki besta leikmann allra tíma.

,,Hann og Lionel Messi eru umdeilanlega bestu leikmenn allra tíma og þú getur valið þinn leikmann,“ sagði Rooney.

,,Ég tel hins vegar að það sem hann hefur gert frá byrjun tímabils sé ekki ásættanlegt fyrir Manchester United.“

,,Ég hef séð Roy Keane vernda hann, Roy hefði ekki sætt sig við þetta. Hann myndi alls ekki sætta sig við þetta.“

,,Þetta er truflun sem Manchester United þarf ekki á að halda þessa stundina, þeir eru að reyna að endurbyggja. Cristiano þarf að setja hausinn niður og vera tilbúinn þegar stjórinn þarf á honum að halda.“

,,Ef hann gerir það þá er hann vopn. Ef ekki þá er hann truflun sem liðið þarf ekki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Helgi og Egill að störfum í Sviss

Helgi og Egill að störfum í Sviss
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Spilaði í Meistaradeildinni í gær en kemst ekki í U21 árs landslið Íslands

Spilaði í Meistaradeildinni í gær en kemst ekki í U21 árs landslið Íslands
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Albert mætti í Landsrétt í morgun

Albert mætti í Landsrétt í morgun
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Óhugnanleg uppákoma í London: Lögregla opinberar hver þekkti maðurinn er

Óhugnanleg uppákoma í London: Lögregla opinberar hver þekkti maðurinn er
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ronaldo ómyrkur í máli er hann ræddi málefni Manchester United – „Við verðum að vera hreinskilin“

Ronaldo ómyrkur í máli er hann ræddi málefni Manchester United – „Við verðum að vera hreinskilin“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ungstirnið á förum í janúar – Virðist búinn að velja áfangastað

Ungstirnið á förum í janúar – Virðist búinn að velja áfangastað