fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Pressan

Er þetta fjárfestingartækifæri ársins? Heilt þorp falt fyrir 39 milljónir

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 11. nóvember 2022 07:45

Salto de Castro. Mynd: https://www.idealista.com/inmueble/99393594/

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fasteignaverðið hér á landi er hátt og margir hafa engin tök á að kaupa sér fasteign. 39 milljónir duga skammt þegar kemur að kaupum á fasteign hér á landi en á Spáni er hægt að fá heilt þorp fyrir þessa upphæð.

Það er þorpið Salto de Castro, sem er í norðvesturhluta landsins, sem er falt fyrir 260.000 evrur en það svarar til tæplega 39 milljóna króna á gengi dagsins.

Það eru 44 íbúðir í bænum, hótel, kirkja, skóli, sundlaug og herbúðir. BBC skýrir frá þessu.

Þorpið var reist á sjötta áratugnum af raforkufyrirtækinu Iberduero. Þar áttu fjölskyldur starfsmanna, sem unnu við stíflugerð nærri þorpinu, að búa. Þegar þeirri framkvæmd lauk flutti fólkið á brott og frá því í lok níunda áratugarins hefur þorpið verið mannlaust.

Núverandi eigandi þorpsins keypti það í byrjun aldarinnar. Hann ætlaði að gera það að ferðamannastað en þegar fjármálakreppan skall á brast sá draumur.

Á heimasíðunni Idealista, þar sem þorpið er til sölu, er haft eftir eigandanum að hann vilji selja því hann sé borgarbúi og geti ekki séð um viðhaldið.

BBC segir að á þeirri viku sem er liðin síðan þorpið var sett á sölu hafi rúmlega 50.000 manns skoðað auglýsinguna á heimasíðu Idealista og að 300 manns hafi sýnt áhuga á að kaupa þorpið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað