fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Matur

Svona er best að geyma egg

Sjöfn Þórðardóttir
Fimmtudaginn 10. nóvember 2022 10:50

Egg eru holl

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allra best er að geyma egg á köldum stað, til dæmis í ísskáp og hafa sem lengst frá íshólfinu ef það er til staðar. Hæfilegt hitastig er um 3-10°C. Miklar hitasveiflur fyrir egg eru ekki góðar. Það segir okkur að ef við höfum á annað borð sett eggin í ísskáp þá eigum við ekki að færa þau síðan til geymslu á heitari stað. Þegar við ætlum að nota eggin er best að taka þau út hálfri klukkustund fyrir notkun.

Geyma skal eggin í eggjabakka eða þar til gerðum eggjahólk í ísskápnum með mjórri endann niður. Lofthol eggsins er í breiðari enda þess og þess vegna ber að snúa honum upp. Við geymslu slaknar á rauðu þráðunum. Sé eggið látið liggja á hlið slaknar fyrr á þráðunum, rauðan leitar þá aðeins út í hliðina og eggið skemmtist fyrr. Loftið vill einnig færast til í egginu og flýtir það fyrir skemmdum.

Egg sem á að geyma má ekki þvo. Þá þvæst himnan burt sem er utan um eggið. Bakteríur komast þá greiðlega inn í það og gæði eggsins minnka fljótt. Best er að þurrka af þeim með þurrum klút og dugar það vel.

Mikilvægt er að egg standi ekki í sólskini, til dæmis í glugga. Einnig er stranglega bannað að geyma egg hjá einhverju lyktar- eða bragðsterku, svo sem lauk eða sterkum osti. Egg sem búið er að brjóta er best að geyma í vel lokuðu íláti og það getur verið gott að strá yfir þau ögn af grófu salti.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa