fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Stjörnustríðið heldur áfram – Var brjálaður út í Wöndu en svarar nú í sömu mynt

433
Fimmtudaginn 10. nóvember 2022 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mauro Icardi er talinn vera að hitta tyrknesku leikkonuna Devrim Ozkan.

Icardi og Wanda Nara eru að skilja en þau hættu saman fyrr í haust. Sambandsslitin hafa ekki verið í góðu ef marka má ummæli framherjans í síðasta mánuði.

„Hún er aðhlátursefni heimsins með hegðun sinni, með framkomu sinni. Ég er ekki tilbúinn að verja það sem er óverjanlegt,“ sagði Icardi.

Wanda er að hitta 22 ára gamla rapparann L-Gante, en sjálf er hún 35 ára. Þetta virðist hafa farið illa í Icardi. Mjög stutt var liðið frá sambandsslitum þeirra þegar fregnir af sambandi Wöndu og L-Gante bárust.

Nú sást leikmaðurinn á mynd með Ozkan, sem er 24 ára gömul, en liðsfélagi hans Lucas Torreira var einnig á myndinni, ásamt fleirum.

Þá segja fjölmiðlar ytra að Ozkan hafi mætt á nokkra leiki Galatasaray á tímabilinu, þar sem hinn 29 ára gamli Icardi spilar.

Wanda var einnig umboðsmaður Icardi en hann hefur látið hana fara. Það gerðist í kjölfar þess að hún krafðist um 144 milljóna íslenskra króna fyrir þátt sinn í félagaskiptum framherjans til Galatasaray í sumar.

Icardi gekk í raðir tyrkneska félagsins á láni frá Paris Saint-Germain.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“
433Sport
Í gær

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum