fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Meira en ár síðan þeir hættu að borga laun hans – Þénaði hátt í tuttugu milljónir í viku

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 9. nóvember 2022 15:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er langt síðan Manchester City hætti að greiða Benjamin Mendy laun. Það gerði félagið í kjölfar þess að hann var ásakaður um fjölda kynferðisbrota.

Mendy er sakaður um sjö nauðganir, eitt kynferðisbrot og eina tilraun til nauðgunar. Atvikin eiga að hafa átt sér stað frá október 2018 til ágúst 2021.

Réttarhöldin yfir honum standa yfir þessi misserin.

Mendy sagði það fyrir rétti í gær að City hafi hætt að borga sér laun í september í fyrra, fyrir fjórtán mánuðum síðan.

Frakkinn þénaði yfir hundrað þúsund pund á viku hjá City og er því ljóst að hann hefur misst af hundruðum milljóna.

Samningur hins 28 ára gamla Mendy við Englandsmeistarana rennur út næsta sumar. Það þyrfti eitthvað ótrúlegt að gerast til að hann yrði framlengdur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Orðaður við mörg félög en gefur sterklega í skyn að hann verði áfram

Orðaður við mörg félög en gefur sterklega í skyn að hann verði áfram
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Hundsar fyrirmælin og mætti þrátt fyrir að vera með lifrarbólgu B – Var skipað að halda sig heima næstu mánuðina

Hundsar fyrirmælin og mætti þrátt fyrir að vera með lifrarbólgu B – Var skipað að halda sig heima næstu mánuðina
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Davíð Smári: „Ég er ótrúlega stoltur og á engin orð“

Davíð Smári: „Ég er ótrúlega stoltur og á engin orð“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Dias framlengir samning sinn á Ethiad

Dias framlengir samning sinn á Ethiad
433Sport
Í gær

Formaður og stjóri Palace í hár saman eftir að Eze var seldur – Guehi gæti farið á næstu dögum

Formaður og stjóri Palace í hár saman eftir að Eze var seldur – Guehi gæti farið á næstu dögum
433Sport
Í gær

United stelur lækni af Crystal Palace

United stelur lækni af Crystal Palace
433Sport
Í gær

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar