fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Pressan

Segir að lág fæðingartíðni sé afleiðing mikillar áfengisneyslu ungra kvenna

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 13. nóvember 2022 16:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að ummæli Jaroslaw Kaczynski, formanns Laga og reglu sem er sá stjórnmálaflokkur sem heldur um valdataumana í Póllandi, nýlega hafi vakið mikla athygli og reiði.

Sky News segir að hann hafi sagt að til að meðalmaður verði alkóhólisti verði hann að drekka mikið og stíft í rúmlega 20 ár en konur bara í tvö ár.

Hann sagði einnig að of mikilli áfengisneyslu ungra kvenna væri meðal annars ástæðan fyrir lágri fæðingartíðni í Póllandi. Hann sagðist ekki vera hlyntur því að konur eignist börn mjög ungar að aldri því þær þurfi að þroskast áður en kemur að barneignum.

Ummælin hafa verið sögð vera móðgun við konur.

Hann sagði einnig að ef konur misnoti áfengi upp að 25 ára aldri þá viti það ekki á gott varðandi framtíðina. Ef konur drekki mikið áfengi upp að 25 ára aldri, jafn mikið og jafnaldra karlmenn, þá þýði það að þær eignast ekki börn.

„Ég er einlægur stuðningsmaður jafnréttis kynjanna en ég styð ekki að konur þykist vera karlar og að karlar þykist vera konur, því það er svolítið allt annað,“ sagði hann.

Andstæðingar hans og aðrir gagnrýndu ummæli hans harðlega en Kaczynski er sjálfur piparsveinn og hefur alltaf verið.  Sögðu þeir að hann væri ekki í tengslum við nútímann og það væri honum og flokki hans að kenna hversu lág fæðingartíðnin er í Póllandi en þar búa 38 milljónir. Meðal annars var bent á að þær takmarkanir sem stjórnvöld hafa sett á aðgengi að þungunarrofi hafi dregið úr vilja margra kvenna til að eignast börn.

Árið 1960 eignaðist hver pólsk kona að meðaltali þrjú börn en nú er hlutfallið 1.32 börn á hverja konu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Rekinn eftir samlokuárás

Rekinn eftir samlokuárás
Pressan
Í gær

Heimsóknum Breta á klámsíður hefur fækkað mikið – Eða hvað?

Heimsóknum Breta á klámsíður hefur fækkað mikið – Eða hvað?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Félagsráðgjafinn lifði einmanalegu lífi – Ótrúlegt leyndarmál hans var afhjúpað að honum látnum

Félagsráðgjafinn lifði einmanalegu lífi – Ótrúlegt leyndarmál hans var afhjúpað að honum látnum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona oft á að viðra hundinn að sögn dýralæknis

Svona oft á að viðra hundinn að sögn dýralæknis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ónæmi gegn ofurbakteríum getur kostað 220 milljarða árlega

Ónæmi gegn ofurbakteríum getur kostað 220 milljarða árlega
Pressan
Fyrir 3 dögum

Neikvæðar hugsanir eru slæmar fyrir líkamann

Neikvæðar hugsanir eru slæmar fyrir líkamann