fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Stráir salti í sár gamla yfirmannsins sem var rekinn í gær – „Það snerist allt um hann“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 8. nóvember 2022 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framherjinn Charlie Austin gagnrýnir Ralph Hasenhuttl harðlega, degi eftir að sá síðarnefndi var rekinn sem stjóri Southampton í ensku úrvalsdeildinni.

Southampton er í fallsæti deildarinnar og var ákveðið að láta Hasenhuttl fara.

Hinn 33 ára gamli Austin var á mála hjá Southampton þegar Hasenhuttl tók við í desmeber 2018. Hann var þó farinn til WBA aðeins hálfu ári síðar.

„Það snerist allt um hann. Hann var fljótur að henda liðinu undir rútuna þegar illa gekk. Þegar það gekk vel snerist hins vegar allt um hann,“ segir Austin.

„Þegar þú ert spurður út í það hvort liðið geti komist úr vandræðum getur þjálfari ekki sagt nei. Þú verður að blása trú í brjóst leikmanna þinna, jafnvel þó þú trúir því ekki sjálfur.“

Austin á erfitt með að segja að Southampton hafi í heildina gengið vel undir stjórn Hasenhuttl.

„Þeir hafa ekki endað í efri hlutanum síðan hann kom. Er hægt að segja að honum hafi gengið vel? Maður verður eiginlega að segja nei en hann hélt þeim í úrvaldseildinni. Þetta fer svolítið eftir því hver metnaður félagsins er.“

Austin leikur í dag með Brisbane Roar í Ástralíu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Íslandsvinurinn kvartaði undan mat sem hann borðaði skömmu fyrir skyndilegt andlát – „Vorum í algjöru áfalli“

Íslandsvinurinn kvartaði undan mat sem hann borðaði skömmu fyrir skyndilegt andlát – „Vorum í algjöru áfalli“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Kom Van Dijk í opna skjöldu í viðtali – Myndband

Kom Van Dijk í opna skjöldu í viðtali – Myndband
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Linda Líf til Svíþjóðar

Linda Líf til Svíþjóðar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Meistaradeildin: City pakkaði Dortmund saman – Barcelona náði ekki að vinna í Belgíu

Meistaradeildin: City pakkaði Dortmund saman – Barcelona náði ekki að vinna í Belgíu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Njarðvík staðfestir ráðningu á Davíði Smára

Njarðvík staðfestir ráðningu á Davíði Smára
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ljótt ástand í Beckham fjölskyldunni

Ljótt ástand í Beckham fjölskyldunni
433Sport
Í gær

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“
433Sport
Í gær

Þetta eru félögin sem bíða og sjá hvort Barcelona mistakist að landa Rashford – Tvö á Englandi

Þetta eru félögin sem bíða og sjá hvort Barcelona mistakist að landa Rashford – Tvö á Englandi