fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Liverpool í baráttuna við risa um spennandi leikmann – Dortmund í erfiðri stöðu

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 7. nóvember 2022 14:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liverpool er komið í baráttuna við Barcelona, Real Madrid og Juventus um undirskrift Youssoufa Moukoko, ef marka má heimildir spænska fjölmiðilsins Sport.

Moukoko er aðeins sautján ára gamall en þykir gríðarlegt efni. Hann er á mála hjá þýska stórliðinu Borussia Dortmund.

Þrátt fyrir ungan aldur er hann farinn að spila reglulega með aðalliði Dortmund.

Á þessari leiktíð hefur Moukoko skorað sex mörk og lagt upp fjögur í efstu deild Þýskalands.

Moukoko, sem spilar fyrir U-21 árs landslið Þýskalands, gekk í raðir Dortmund aðeins tólf ára og kom inn í akademíu félagsins. Hann var kallaður upp í aðalliðið áður en hann varð sextán ára gamall.

Samningur sóknarmannsins rennur hins vegar út næsta sumar. Dortmund þarf að flýta sér að semja við hann næsta sumar, ætli félagið sér ekki að missa hann frítt til einhverra af ofangreindum félögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Laukurinn í aðalhlutverki á pizzu Hjörvars

Laukurinn í aðalhlutverki á pizzu Hjörvars
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Telja best að hann komi sér burt eftir þessa uppákomu í gær – Myndband

Telja best að hann komi sér burt eftir þessa uppákomu í gær – Myndband
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Skattahækkanir í Bretlandi ástæða þess að ríka fólkið er að flýja – „Þegar maður sér kerfi sem eru að hrynja, þá spyr maður sig“

Skattahækkanir í Bretlandi ástæða þess að ríka fólkið er að flýja – „Þegar maður sér kerfi sem eru að hrynja, þá spyr maður sig“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Van Dijk hafði engan áhuga á að ræða um Trent eftir sigurinn í gærkvöldi – „Nei“

Van Dijk hafði engan áhuga á að ræða um Trent eftir sigurinn í gærkvöldi – „Nei“