fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
433Sport

Valur sagt reyna að fá Eið Aron aftur – Buðu markvörð í skiptum

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 7. nóvember 2022 13:30

Mynd/Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Því var haldið fram í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í dag að Valur hafi undanfarið verið að bjóða í Eið Aron Sigurbjörnsson.

Eiður yfirgaf Val fyrir sumarið 2021 og gekk í raðir uppeldisfélagsins en samkvæmt Hjörvari Hafliðasyni hefur Valur nú reynt að endurheimta Eið.

„Þeir buðu Guy Smit með, Eyjamenn sögðu takk en nei takk,“ sagði Hjörvar um stöðu mála.

Guy Smit er markvörður sem kom til Vals frá Leikni fyrir tímabilið en er nú til sölu hjá Val. Valur fékk Frederik Schram á miðju sumri sem hefur tekið stöðuna.

Eiður Aron er 32 ára gamall og flutti með fjölskyldu sína til Vestmannaeyja aftur fyrir tveimur árum. Hann var einn besti varnarmaður Bestu deildarinnar í sumar hjá ÍBV.

Valur er að reyna að styrkja hóp sinn en Arnar Grétarsson tók við þjálfun liðsins á dögunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ummæli Slot koma mörgum á óvart – ,,,Þá get ég leyft honum að spila“

Ummæli Slot koma mörgum á óvart – ,,,Þá get ég leyft honum að spila“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Virðist hafa breytt um skoðun eftir rauða spjaldið – 100 prósent líkur á að annar verði keyptur

Virðist hafa breytt um skoðun eftir rauða spjaldið – 100 prósent líkur á að annar verði keyptur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Haaland fékk óvænta heimsókn frá ‘gamla skólanum’ – ,,Hann er goðsögn í leiknum“

Haaland fékk óvænta heimsókn frá ‘gamla skólanum’ – ,,Hann er goðsögn í leiknum“