fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Heimir ræðir ógleymanlegt kvöld – „Það voru einhver æðri máttarvöld með okkur í liði“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 7. nóvember 2022 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimir Hallgrímsson er gestur í nýjasta þætti af Íþróttavarpi RÚV. Fyrrum landsliðsþjálfarinn verður sérfræðingur stöðvarinnar í kringum Heimsmeistaramótið í Katar, sem hefst eftir tæpar tvær vikur.

Í þættinum var Heimir, sem nú er landsliðsþjálfari Jamaíka, spurður út í eftirminnilegasta leikinn er hann þjálfaði íslenska landsliðið.

„Það var útileikurinn á móti Tyrkjum, 3-0. Það var leikur sem einhvern veginn allt gekk upp. Uppsett atriði sem við vorum búnir að æfa gengu upp í þremur mörkum. Það voru hlutir sem við vorum búnir að teikna upp og æfa. Svo í leikslok þegar við fréttum svo að Finnarnir hefðu líka tekið stig af Króötum, þá höfðum við þetta okkar hendi að geta klárað þetta. Þetta var rosalega skemmtilegur leikur og umgjörðin var bara einhvern veginn þannig að það var ekki hægt að tala saman.“

Eftir leikinn var Ísland í kjörstöðu til að tryggja sér sæti á HM í fyrsta sinn, sem liðið gerði gegn Kósóvó í umferðinni á eftir.

„Ég held að þetta hafi verið í Konya. Það var bara ekki hægt að tala saman á bekknum, það voru svo mikil læti í byrjun. En svo lækkuðu strákarnir einhvern veginn styrkinn í áhorfendum eftir því sem leið á leikinn. Í lokin voru þeir svo eiginlega farnir að fagna okkur og klappa fyrir okkur. Þetta var einhvern veginn alveg súrrealískt hvernig allt snerist þetta kvöld. Það voru einhver æðri máttarvöld sem voru með okkur í liði þarna,“ segir Heimir um leikinn í Tyrklandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Laukurinn í aðalhlutverki á pizzu Hjörvars

Laukurinn í aðalhlutverki á pizzu Hjörvars
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Telja best að hann komi sér burt eftir þessa uppákomu í gær – Myndband

Telja best að hann komi sér burt eftir þessa uppákomu í gær – Myndband
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Skattahækkanir í Bretlandi ástæða þess að ríka fólkið er að flýja – „Þegar maður sér kerfi sem eru að hrynja, þá spyr maður sig“

Skattahækkanir í Bretlandi ástæða þess að ríka fólkið er að flýja – „Þegar maður sér kerfi sem eru að hrynja, þá spyr maður sig“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Van Dijk hafði engan áhuga á að ræða um Trent eftir sigurinn í gærkvöldi – „Nei“

Van Dijk hafði engan áhuga á að ræða um Trent eftir sigurinn í gærkvöldi – „Nei“