fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
433Sport

Allt annað en sáttur og kvartar undan VAR eftir gærdaginn

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 7. nóvember 2022 13:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leon Bailey, leikmaður Aston Villa, var ósáttur með dómgæsluna í leiknum gegn Manchester United í gær.

Villa gerði sér lítið fyrir og vann United 3-1 í frumraun Unai Emery sem stjóra liðsins.

Bailey kom heimamönnum yfir á sjöundu mínútu og Lucas Digne tvöfaldaði forystuna skömmu síðar. Rétt fyrir hálfleik minnkaði United muninn með sjálfsmarki Jacob Ramsey.

Ramsey bætti hins vegar upp fyrir það snemma í seinni hálfleik og innsiglaði 3-1 sigur Villa með marki réttu megin.

Þrátt fyrir sigurinn var Bailey pirraður eftir leik og hélt á Twitter.

„Ég varð fyrir miklum vonbrigðum með dómarana í dag (gær). Ég gat ekki andað eftir að hafa fengið olnbogaskot í rifbeinin. Línuvörðurinn sagði að ég ætti ekki að segja neitt því ég væri að gera það sama við (Lisandro) Martinez. Stundum skil ég ekki af hverju VAR var innleitt,“ skrifar Bailey.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ummæli Slot koma mörgum á óvart – ,,,Þá get ég leyft honum að spila“

Ummæli Slot koma mörgum á óvart – ,,,Þá get ég leyft honum að spila“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Virðist hafa breytt um skoðun eftir rauða spjaldið – 100 prósent líkur á að annar verði keyptur

Virðist hafa breytt um skoðun eftir rauða spjaldið – 100 prósent líkur á að annar verði keyptur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Haaland fékk óvænta heimsókn frá ‘gamla skólanum’ – ,,Hann er goðsögn í leiknum“

Haaland fékk óvænta heimsókn frá ‘gamla skólanum’ – ,,Hann er goðsögn í leiknum“