fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
433Sport

Útskýrir af hverju Ronaldo var fyrirliði í gær – Var í raun fjórði kostur Ten Hag

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 7. nóvember 2022 12:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti nokkra athygli í gær að Cristiano Ronaldo var fyrirliði Manchester United er liðið tapaði á útivelli gegn Aston Villa.

Ronaldo hefur verið á milli tannana á fólki eftir að hafa neitað að spila gegn Tottenham á dögunum og var hann svo í kjölfarið settur út úr hóp hjá Erik ten Hag.

Ten Hag var spurður út í málið eftir leik og útskýrði að Ronaldo hefði verið fjórði kostur í bandið.

„Harry Maguire er á bekknum en hann er okkar fyrirliði,“ sagði Ten Hag og Bruno Fernandes var í banni.

„Svo er De Gea mikill leiðtogi en hann er í markinu og er langt frá því sem er að gerast á vellinum.“

„Casemiro er leiðtogi en hann talar ekki nógu góða ensku. Þess vegna fór bandið á Ronaldo sem er leiðtogi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ummæli Slot koma mörgum á óvart – ,,,Þá get ég leyft honum að spila“

Ummæli Slot koma mörgum á óvart – ,,,Þá get ég leyft honum að spila“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Virðist hafa breytt um skoðun eftir rauða spjaldið – 100 prósent líkur á að annar verði keyptur

Virðist hafa breytt um skoðun eftir rauða spjaldið – 100 prósent líkur á að annar verði keyptur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Haaland fékk óvænta heimsókn frá ‘gamla skólanum’ – ,,Hann er goðsögn í leiknum“

Haaland fékk óvænta heimsókn frá ‘gamla skólanum’ – ,,Hann er goðsögn í leiknum“