fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
433Sport

Fær engin tækifæri á Old Trafford – Opnar möguleikan að hann geti snúið aftur

Victor Pálsson
Sunnudaginn 6. nóvember 2022 16:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er enn möguleiki fyrir Martin Dubravka að koma ferli sínum hjá Newcastle aftur af stað eftir að hafa gengið í raðir Manchester United í sumar.

Dubravka á að baki 115 deildarleiki fyrir Newcastle en gerði lánssamning við Man Utd í sumar og vonaðist eftir því að keppa við David de Gea um byrjunarliðssæti.

Hingað til hefur lítið gengið upp í þeim málum en Dubravka er fastur á bekknum og fær engin tækifæri.

Eddie Howe, stjóri Newcastle, er ekki búinn að gefast upp á Dubravka og er opinn fyrir því að vinna með honum á ný.

,,Auðvitað eru dyrnar enn opnar. Þetta snýst mikið um hvað Martin vill,“ sagði Howe við blaðamenn.

,,Við tökum á því þegar að því kemur, það er erfitt fyrir mig að tjá mig því ég veit ekki hvað á sér stað í öðru félagi.“

,,Það eina sem ég get sagt er að ég elska drenginn sem Martin er, hann var frábær fyrir okkur á síðasta ári. Hann er magnaður markmaður og ég mun ræða við hann á réttum tíma.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Virðist hafa breytt um skoðun eftir rauða spjaldið – 100 prósent líkur á að annar verði keyptur

Virðist hafa breytt um skoðun eftir rauða spjaldið – 100 prósent líkur á að annar verði keyptur
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Haaland fékk óvænta heimsókn frá ‘gamla skólanum’ – ,,Hann er goðsögn í leiknum“

Haaland fékk óvænta heimsókn frá ‘gamla skólanum’ – ,,Hann er goðsögn í leiknum“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fær 350 milljónir ef þeir vinna leikinn mikilvæga – Starfið í húfi

Fær 350 milljónir ef þeir vinna leikinn mikilvæga – Starfið í húfi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Real Madrid gæti sært Liverpool enn meira næsta sumar

Real Madrid gæti sært Liverpool enn meira næsta sumar