fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
433Sport

Potter neitar að það sé erfitt að vinna með honum – ,,Þú getur ekki mætt of seint þegar þú keyrir þessa bíla er það?“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 6. nóvember 2022 18:58

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Graham Potter, stjóri Chelsea, hefur tjáð sig um sóknarmanninn Pierre Emerick Aubameyang sem leikur með liðinu.

Oft hefur verið talað um Aubameyang sem vandræðagemsa en honum var í raun sparkað burt frá Arsenal í byrjun árs.

Potter hefur ekki upplifað neitt nema góða hluti hingað til en hann tók við stjórnartaumunum hjá Chelsea fyrr á tímabilinu.

Aubameyang birtir reglulega myndir af sér á samskiptamiðlum og fer ekki á milli mála að hann hefur þénað verulegar upphæðir á sínum ferli.

,,Þú getur ekki mætt of seint þegar þú keyrir þessa bíla er það?“ sagði Potter léttur á blaðamannafundi en Aubameyang hefur verið ásakaður um að mæta of seint á æfingar og fundi.

,,Allir eru öðruvísi. Bara því þú keyrir sportbíl þá segir það ekki allt um þinn persónuleika eða karakter. Það er möguleiki að þú sért bílaáhugamaður.“

,,Það sem ég hef upplifað af honum er mjög gott. Hann er mjög hljóðlátur náungi, miðað við hvernig hann lítur út að utan myndirðu halda að hann láti mikið fyrir sér fara en svo er ekki raunin.“

,,Við erum ekki með sama fatasmekk en við erum svipaðir á einhvern hátt. Hann er fjölskyldumaður með börn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ummæli Slot koma mörgum á óvart – ,,,Þá get ég leyft honum að spila“

Ummæli Slot koma mörgum á óvart – ,,,Þá get ég leyft honum að spila“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Virðist hafa breytt um skoðun eftir rauða spjaldið – 100 prósent líkur á að annar verði keyptur

Virðist hafa breytt um skoðun eftir rauða spjaldið – 100 prósent líkur á að annar verði keyptur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Haaland fékk óvænta heimsókn frá ‘gamla skólanum’ – ,,Hann er goðsögn í leiknum“

Haaland fékk óvænta heimsókn frá ‘gamla skólanum’ – ,,Hann er goðsögn í leiknum“