fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Guardiola svaraði Zlatan og segir Haaland að hætta – ,,Annars myndu Sun og Mail hætta að fjalla um mig“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 6. nóvember 2022 18:33

Haaland og Guardiola.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, var í stuði á blaðamannafundi í gær eftir leik liðsins við Fulham.

Guardiola svaraði þar ummælum Zlatan Ibrahimovic en þeir unnu saman hjá Barcelona á sínum tíma.

Zlatan vildi meina að egó Guardiola gæti komið í veg fyrir að Erling Haaland myndi ná hæstu hæðum en hann þekkir það sjálfur að vinna fyrir Spánverjann.

Guardiola tók í gríni undir ummæli Zlatan en Haaland er mesta vonarstjarna fótboltans þessa stundina og hefur raðað inn mörkum fyrir Englandsmeistarana eftir komu frá Dortmund í sumar.

,,Hann hefur rétt fyrir sér, hann hefur algjörlega rétt fyrir sér – hjá þessu félagi þá er egóið mitt stærra en hjá öllum öðrum,“ sagði Guardiola.

,,Ég er ekki hrifinn af því þegar Erling skorar þrjú mörk, það er bara fjallað um hann. Ég er svo öfundsjúkur, svo öfundsjúkur.“

,,Ég bað Erling um að hætta að skora mörk því annars myndu The Sun og Daily Mail hætta að tala um mig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag