fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
433Sport

Harðneitar því að hann sé að spara sig fyrir HM – ,,Aldrei efast um mína fagmennsku“

Victor Pálsson
Laugardaginn 5. nóvember 2022 15:33

Memphis Depay

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Memphis Depay, leikmaður Barcelona, þurfti að tjá sig opinberlega eftir að neikvæðar sögusagnir fóru af stað um hans ástand.

Talað var um að Memphis væri að taka sér meiri tíma í að vera ‘meiddur’ en þörf væri á en hann þvertekur fyrir þær sögusagnir.

Memphis hefur lítið spilað á þessu tímabili og er aðeins með þrjá leiki í öllum keppnum og skorað þar eitt mark.

Margir vildu meina að Memphis væri búinn að jafna sig af meiðslum en væri að spara sig fyrir HM sem fer fram í Katar síðar í þessum mánuði.

Memphis er mikilvægur leikmaður fyrir hollenska landsliðið en tveir deildarleikir eru eftir í La Liga áður en HM hléð fer í gang.

,,Ég er að heyra móðgandi orðróma um að ég sé að reyna að halda mér meiddum,“ sagði Memphis.

,,Það er auðvelt að deila hlutum án þess að vita staðreyndirnar sem endar á því að skapa neikvæða umræðu í kringum mitt nafn. Aldrei efast um mína fagmennsku.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Virðist hafa breytt um skoðun eftir rauða spjaldið – 100 prósent líkur á að annar verði keyptur

Virðist hafa breytt um skoðun eftir rauða spjaldið – 100 prósent líkur á að annar verði keyptur
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Haaland fékk óvænta heimsókn frá ‘gamla skólanum’ – ,,Hann er goðsögn í leiknum“

Haaland fékk óvænta heimsókn frá ‘gamla skólanum’ – ,,Hann er goðsögn í leiknum“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fær 350 milljónir ef þeir vinna leikinn mikilvæga – Starfið í húfi

Fær 350 milljónir ef þeir vinna leikinn mikilvæga – Starfið í húfi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Real Madrid gæti sært Liverpool enn meira næsta sumar

Real Madrid gæti sært Liverpool enn meira næsta sumar