fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
433Sport

Ótrúleg upphæð sem hann mun ekki þiggja – Labbar sáttur frá borði

Victor Pálsson
Laugardaginn 5. nóvember 2022 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Goðsögnin Gerard Pique er að leggja skóna á hilluna og mun leika sinn síðasta leik fyrir liðið um helgina.

Pique hefur átt mjög farsælan feril sem leikmaður en er orðinn 35 ára gamall og kominn á seinni árin í boltanum.

Pique hefur verið í varahlutverki á tímabilinu og mun kveðja í leik gegn Almeria um helgina.

Spánverjinn kom til Barcelona frá Manchester United árið 2008 en hann er þó uppalinn hjá því fyrrnefnda.

Alls lék Pique 396 deildarleiki fyrir Barcelona og skoraði 29 mörk og þá 102 landsleiki fyrir Spán.

Samkvæmt El Larguero á Spáni þá skuldar Barcelona leikmanninum 30 milljónir evra en félagið er í verulegum fjárhagsvandræðum.

Í sömu grein er greint frá því að Pique ætli að fella niður þessa skuld og segja skilið við uppeldisfélagið á góðum nótum.

Pique hefur lengi verið einn launahæsti leikmaður Börsunga og samþykkti fyrr á þessu ári að taka á sig launalækkun vegna ástandsins.

Þetta er ákvörðun sem hjálpar Barcelona verulega en liðið hefur lengi reynt að losna við launahæstu leikmennina af launaskrá en án árangurs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Verður sennilega áfram í Manchester eftir allt saman

Verður sennilega áfram í Manchester eftir allt saman
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Telja engar líkur á að Blikar klúðri verkefninu

Telja engar líkur á að Blikar klúðri verkefninu
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

United var til í að selja en Sancho neitar að fara

United var til í að selja en Sancho neitar að fara
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Harðir stuðningsmenn jusu úr skálum reiði sinnar í gær – „Erum að veltast um í drullupolli“

Harðir stuðningsmenn jusu úr skálum reiði sinnar í gær – „Erum að veltast um í drullupolli“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Árangur Amorim sá versti í 16 ár

Árangur Amorim sá versti í 16 ár
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sæbjörn furðar sig á vinnubrögðunum í Kópavogi – „Mér finnst þetta gjörsamlega glórulaust“

Sæbjörn furðar sig á vinnubrögðunum í Kópavogi – „Mér finnst þetta gjörsamlega glórulaust“
433Sport
Í gær

Einn af þeim gleymdu hjá United kominn til Hull

Einn af þeim gleymdu hjá United kominn til Hull
433Sport
Í gær

Besta deildin: Víkingar með sterkan sigur gegn ÍA

Besta deildin: Víkingar með sterkan sigur gegn ÍA