fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
433Sport

Svona verða félagaskiptagluggarnir á Íslandi fyrir næstu leiktíð

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 4. nóvember 2022 17:30

Mynd/Helgi Viðar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fundi stjórnar KSÍ þann 1. nóvember sl. samþykkti stjórn KSÍ fyrirkomulag félagaskiptaglugga (félagaskiptatímabila) fyrir keppnistímabilið 2023. Verða félagaskiptagluggar með nokkuð breyttu fyrirkomulagi á árinu 2023. Verður gluggum misjafnlega hagað á milli þeirra deilda sem leikmannssamningar (professional) eru heimilir gagnvart þeim deildum sem aðeins áhugaleikmenn (amateur) spila.

Eftirfarandi fyrirkomulag félagaskiptaglugga var samþykkt fyrir árið 2023:

Félagaskiptagluggi efri deilda karla og kvenna.:

Besta deild karla, Besta deild kvenna, Lengjudeild karla, Lengjudeild kvenna og 2. deild karla

Fyrri gluggi (12 vikur): 2. febrúar til 26. apríl 2023
Sumargluggi (4 vikur): 18. júlí til 15. ágúst 2023

Sérstakur sumargluggi í 2. deild karla og 1. deild kvenna (2 vikur): 18. júlí til 1. ágúst 2023

Félagaskiptagluggi neðri deilda karla og kvenna.:

2. deild kvenna, 3. deild karla, 4. deild karla, 5. deild karla og Utandeild karla.

Félagaskiptagluggi: 2. febrúar til 1. ágúst 2023

Tillaga um fyrirkomulag félagaskiptaglugga árið 2023 var unnin af starfshópi sem skipaður var af stjórn KSÍ á fundi 15. ágúst 2022.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Guardiola hundfúll og öfundar United og Tottenham – ,,Höfum barist gegn þessu í níu ár“

Guardiola hundfúll og öfundar United og Tottenham – ,,Höfum barist gegn þessu í níu ár“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Brynjar tjáir sig um þann umdeilda sem er sagður hata Íslendinga – ,,Hann var kannski í einhverju stríði“

Brynjar tjáir sig um þann umdeilda sem er sagður hata Íslendinga – ,,Hann var kannski í einhverju stríði“
433Sport
Í gær

Arnar um að velja ekki Gylfa – „Ég hef ekkert rætt við hann“

Arnar um að velja ekki Gylfa – „Ég hef ekkert rætt við hann“
433Sport
Í gær

Nýr landsliðshópur Arnars vekur athygli: Anton Ari fær kallið – Albert og Aron Einar með

Nýr landsliðshópur Arnars vekur athygli: Anton Ari fær kallið – Albert og Aron Einar með