fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
433Sport

Van Dijk opinberar hvern hann væri mest til í að fá á Anfield – „Ef hann hefði verið hjá Liverpool hefðum við náð enn lengra en við höfum gert“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 4. nóvember 2022 11:01

Virgil Van Dijk Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í þættinum The Overlap hjá Gary Neville var Virgil van Dijk, leikmaður Liverpool, beðinn um að nefna þann leikmann sem hann væri mest til í að fá til Liverpool.

Þar valdi hollenski miðvörðurinn Kevin De Bruyne, miðjumann Manchester City. Liverpool og City hafa háð baráttu um Englandsmeistaratitilinn undanfarin ár.

„Hann er ótrúlegur,“ segir Van Dijk um De Bruyne.

„Ef hann hefði verið hjá Liverpool hefðum við náð enn lengra en við höfum gert,“ segir Van Dijk enn fremur, en hann hefur orðið Englands- og Evrópumeistari með Liverpool.

„Mér finnst hann óaðfinnanlegur leikmaður. Hann er góður á boltanum, í pressu og hann skorar. Hann hefur allt sem nútíma miðjumaður, og fótboltamaður yfirhöfuð þarf.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Guardiola hundfúll og öfundar United og Tottenham – ,,Höfum barist gegn þessu í níu ár“

Guardiola hundfúll og öfundar United og Tottenham – ,,Höfum barist gegn þessu í níu ár“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Brynjar tjáir sig um þann umdeilda sem er sagður hata Íslendinga – ,,Hann var kannski í einhverju stríði“

Brynjar tjáir sig um þann umdeilda sem er sagður hata Íslendinga – ,,Hann var kannski í einhverju stríði“
433Sport
Í gær

Arnar um að velja ekki Gylfa – „Ég hef ekkert rætt við hann“

Arnar um að velja ekki Gylfa – „Ég hef ekkert rætt við hann“
433Sport
Í gær

Nýr landsliðshópur Arnars vekur athygli: Anton Ari fær kallið – Albert og Aron Einar með

Nýr landsliðshópur Arnars vekur athygli: Anton Ari fær kallið – Albert og Aron Einar með