fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
433Sport

Öfundsýki í garð Margrétar náði þarna nýjum hæðum – „Hún fór í taugarnar á þeim“

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 5. nóvember 2022 10:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefán Árni Pálsson íþróttafréttamaður á Stöð2 Sport og blaðamaður á Vísi var gestur í íþróttavikunni hjá Benna Bó á Hringbraut á föstudagskvöld. Með honum var Hörður Snævar Jónsson fréttastjóri íþrótta hjá miðlum Torgs.

Rætt var um frétt sem birtist í vikunni þar sem Margrét Lára Viðarsdóttir var gestur í hlaðvarpinu, Chess after Dark.

Haustið 2007 var Margrét Lára Viðars­dóttir, þá leik­maður Vals, ekki valin besti leik­maður Ís­lands­mótsins af leik­mönnum efstu deildar kvenna sem voru sagðir hafa óþol á henni. Leik­mennirnir eru sagðir hafa hópað sig saman og staðið að því að Margrét yrði ekki kosin leik­maður ársins.

Á þessu um­rædda tíma­bili sló Margrét Lára marka­metið í efstu deild er hún skoraði 38 mörk í 16 leikjum. Á endanum fór svo að Hólm­fríður Magnús­dóttir var valin besti leik­maður tíma­bilsins af leik­mönnum deildarinnar.

„Sagan hefur alltaf verið þannig að það hafi verið samsæri gegn henni,“ sagði Benni Bó.

Hörður Snævar tók þá til máls. „Það voru leikmenn í liðum fyrir utan Val sem hópuðu sig saman og ákváðu að kjósa ekki Margréti. Þetta var bara ákveðið, hún fór í taugarnar á þeim. Aðallega fyrir það sem hún gerði innan vallar. Þetta er öfundsýki“ sagði Hörður.

„Margrét svaraði þessu rosalega vel,“ sagði Stefán.

Það sem skýtur skökku við í málinu er sú stað­reynd að sama ár var Margrét Lára valin í­þrótta­maður ársins í kjöri Sam­taka í­þrótta­frétta­manna.

Umræðan um þetta er hér að neðan.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Verður sennilega áfram í Manchester eftir allt saman

Verður sennilega áfram í Manchester eftir allt saman
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Telja engar líkur á að Blikar klúðri verkefninu

Telja engar líkur á að Blikar klúðri verkefninu
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

United var til í að selja en Sancho neitar að fara

United var til í að selja en Sancho neitar að fara
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Harðir stuðningsmenn jusu úr skálum reiði sinnar í gær – „Erum að veltast um í drullupolli“

Harðir stuðningsmenn jusu úr skálum reiði sinnar í gær – „Erum að veltast um í drullupolli“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Árangur Amorim sá versti í 16 ár

Árangur Amorim sá versti í 16 ár
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sæbjörn furðar sig á vinnubrögðunum í Kópavogi – „Mér finnst þetta gjörsamlega glórulaust“

Sæbjörn furðar sig á vinnubrögðunum í Kópavogi – „Mér finnst þetta gjörsamlega glórulaust“
433Sport
Í gær

Einn af þeim gleymdu hjá United kominn til Hull

Einn af þeim gleymdu hjá United kominn til Hull
433Sport
Í gær

Besta deildin: Víkingar með sterkan sigur gegn ÍA

Besta deildin: Víkingar með sterkan sigur gegn ÍA
Hide picture