Fótboltaaðdáandinn Alan Strank hefur verið settur í þriggja ára bann frá knattspyrnuvöllum eftir að hafa verið með handabendingar að sið nasista á leik AFC Wilbledon og MK Dons þann 9. apríl síðastliðinn.
Rannsókn hófst í kjölfar atviksins og varð þetta niðurstaðan.
Auk þess að fara í bann mun hinn 42 ára gamli Strank þurfa að greiða sekt upp á 180 pund og skila af sér 50 klukkustundum í samfélagsþjónustu.
Twitter-notandi nokkur birti mynd af manninum ásamt tveimur ungmennum, sem birtist á Instagram sama dag og herlegheitin áttu sér stað. Gera má ráð fyrir að þetta sé fjölskylda mannsins.
Á myndinni voru sá seki sem um ræðir hér að ofan, einn yngri maður og ung kona. Twitter-notandinn birti einnig mynd af yngri manninum, þar sem hann er alblóðugur og umkringdum lögreglumönnum. Talið er að myndin sér tekin á leikdeginum, 9. apríl.
As family days out go, this might be the worst 😭😭😭 pic.twitter.com/xuIYov8sC6
— Ollie (@Ollie_Charnock) November 3, 2022