fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Tveir handteknir fyrir kynþáttaníð í garð sautján ára drengs

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 4. nóvember 2022 10:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það kom upp ömurlegt atvik í Meistaradeild Evrópu á miðvikudag þegar Rico Lewis, sautján ára gamall leikmaður Manchester City, varð fyrir kynþáttaníði.

Það voru stuðningsmenn Sevilla sem voru með rasísk ummæli gagnvart Lewis. Nú hefur það verið staðfest að lögrgla hafi handtekið tvo stuðningsmenn spænska liðsins fyrir kynþáttaníð í garð Lewis.

Lewis lék í hægri bakverðinum fyrir Manchester City í 3-1 sigri á Sevilla. Hann skoraði fyrsta mark City í leiknum og jafnaði með því í 1-1.

Getty Images

Kappinn verður átján ára þann 21. nóvember og með markinu á miðvikudag varð hann yngsti leikmaður til að skora í fyrsta byrjunarliðsleik sínum í Meistaradeildinni.

City vann riðil sinn fremur örugglega. Borussia Dortmund fylgir þeim áfram í 16-liða úrslit.

Sevilla og Íslendingalið FC Kaupmannahafnar voru einnig í riðlinum sem um ræðir. Spænska liðið hafnaði í þriðja sæti og það danska á botninum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag