fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Pressan

Ólétt kona stungin til bana á götu úti í Danmörku – Barnið er á lífi

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 4. nóvember 2022 05:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

37 ára kona var stungin til bana í Holbæk á Sjálndi seint í gærkvöldi. Hún var barnshafandi. Barnið er á lífi að sögn lögreglunnar.

Samkvæmt fréttum danskra fjölmiðla þá var lögreglunni tilkynnt um árásina, sem átti sér stað á Samsøvej, klukkan 23.10.

„Við fengum tilkynningu um yfirstandandi árás. Við komum fljótt á vettvang og fundum konuna sem var illa særð eftir fjölda hnífsstungna. Hún var úrskurðuð látin við komuna á sjúkrahúsið í Holbæk,“ sagði fulltrúi lögreglunnar í samtali við Ekstra Bladet.

Konan var nýbúin í vinnunni og sat í bíl sínum þegar ráðist var á hana. „Það var ráðist á hana þar sem hún sat í bílnum sínum og hún var dregin út,“ sagði talsmaður lögreglunnar.

Kona, sem átti leið fram hjá, reyndi að koma konunni til aðstoðar. Hún náði taki á árásarmanninum en gat ekki komið í veg fyrir morðið.

Í fréttatilkynningu, sem lögreglan sendi frá sér í morgun, kemur fram að konan hafi verið barnshafandi og að barnið sé á lífi. Lögreglan vill ekki skýra frá hversu langt konan var gengin með barn sitt.

Vettvangsrannsókn hefur staðið yfir í alla nótt. Martin Eise Eriksen, sem stýrir rannsókninni, sagði í samtali við Ekstra Bladet að enginn hafi verið handtekinn vegna málsins og að enginn ákveðinn liggi undir grun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni