fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Áfall fyrir Werner og þýska landsliðið: Missir af HM vegna meiðsla

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 3. nóvember 2022 15:50

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þýski sóknarmaðurinn Timo Werner mun missa af komandi Heimsmeistaramóti í knattspyrnu, sem hefst í Katar síðar í mánuðinum, vegna meiðsla. Þetta kemur fram í tilkynningu frá þýska úrvalsdeildarfélaginu RB Leipzig en um áfall er að ræða fyrir þýska landsliðið.

Werner meiddist í leik með RB Leipzig gegn Shakhtar í Meistaradeild Evrópu í gærkvöldi og nú hefur verið staðfest að meiðslin, sem eru á ökkla, munu halda honum frá þátttöku á HM.

Þessi 26 ára gamli Þjóðverji gekk til liðs við RB Leipzig frá Chelsea fyrir yfirstandandi tímabil. Eftir erfiða tíma í Lundúnum hefur Werner tekist að rétta úr kútnum hjá sínu fyrrum félagi og hefur hann skorað 9 mörk í sextán leikjum á tímabilinu. Auk þess hefur hann gefið fjórar stoðsendingar.

Þýskaland er með Spáni, Kosta-Ríka og Japan í E-riðli og er fyrsti leikur liðsins gegn Japan 23. nóvember næstkomandi á Khalifa International leikvanginum í Al Rayyan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag