fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Steinar og Ástríður moka inn peningum frá fjármálaráðuneytinu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 3. nóvember 2022 08:00

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá því í ágúst 2018 og út júlí á þessu ári fékk Íslög, sem er lítil lögmannsstofa í eigu hjónanna og lögmannanna Steinars Þórs Guðgeirssonar og Ástríðar Gísladóttur, 76,2 milljónir króna frá fjármálaráðuneytinu fyrir lögfræðiþjónustu.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag og segir þetta vera 55% af öllum lögfræðikostnaði ráðuneytisins á þessu tímabili.

Sigurður Þórðarson, sem var settur ríkisendurskoðandi til að fylgjast með framkvæmd samnings á milli fjármálaráðuneytisins og Lindarhvols ehf., gerði alvarlegar athugasemdir við starfsemi Lindarhvols. Lindarhvoli var falið að selja eignir sem ríkið fékk í stöðugleikaframlag frá þrotabúum föllnu bankanna.

Í greinargerð Sigurðar gagnrýndi hann mjög mikil umsvif Steinars Þórs á vegum Lindarhvols. Lögmannsstofa hans fékk 120 milljónir frá Lindarhvoli á þeim tveimur árum sem félagið starfaði. Frá því að starfsemi Lindarhvols var hætt í febrúar 2018 hefur félagið greitt lögmannsstofu Steinars rúmlega 20 milljónir til viðbótar. Samtals nema greiðslurnar 140,5 milljónum.

Frá 2016 hafa Íslög fengið tæpar 217 milljónir frá fjármálaráðuneytinu og Lindarhvoli.

Þess utan hefur Steinar sinnt verkefnum fyrir Eignasafn Seðlabankans.

Samkvæmt reglugerð fjármálaráðuneytisins um vöru- og þjónustukaup eiga opinberir aðilar að bjóða verkefni út ef verðmæti þeirra er meira en 18,5 milljónir króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Heimilt verði að hafa hættulega menn áfram í haldi eftir að afplánun lýkur

Heimilt verði að hafa hættulega menn áfram í haldi eftir að afplánun lýkur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hildur hefur verulegar áhyggjur af framtíðinni – „Eftir hverju erum við að bíða?“

Hildur hefur verulegar áhyggjur af framtíðinni – „Eftir hverju erum við að bíða?“