fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
433Sport

Ten Hag virðist biðja stjórn Man Utd um hjálp í janúar – Vill fá þetta inn

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 2. nóvember 2022 20:47

Ten Hag og Graham Potter.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erik ten Hag, stjóri Manchester United, virðist hafa beðið stjórn liðsins um hjálp í janúarglugganum um helgina.

Ten Hag og hans menn unnu 1-0 sigur á West Ham í ensku úrvalsdeildinni um helgina þar sem Marcus Rashford skoraði eina markið.

Ten Hag hefur áhyggjur af bakvarðarstöðunni hjá Man Utd og vill fá liðsstyrk í janúar.

Hollendingurinn var spurður út í Diogo Dalot, hægri bakvörð liðsins, sem var einn besti maður vallarins í sigrinum.

,,Ég verð að nefna það að Man Utd þarf á tveimur góðum bakvörðum til viðbótar því það eru margir leikir framundan,“ sagði Ten Hag.

Dalot er í uppáhaldi hjá Ten Hag en til vara er hinn enski Aaron Wan-Bissaka sem fær lítið af mínútum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Guardiola hundfúll og öfundar United og Tottenham – ,,Höfum barist gegn þessu í níu ár“

Guardiola hundfúll og öfundar United og Tottenham – ,,Höfum barist gegn þessu í níu ár“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Brynjar tjáir sig um þann umdeilda sem er sagður hata Íslendinga – ,,Hann var kannski í einhverju stríði“

Brynjar tjáir sig um þann umdeilda sem er sagður hata Íslendinga – ,,Hann var kannski í einhverju stríði“
433Sport
Í gær

Arnar um að velja ekki Gylfa – „Ég hef ekkert rætt við hann“

Arnar um að velja ekki Gylfa – „Ég hef ekkert rætt við hann“
433Sport
Í gær

Nýr landsliðshópur Arnars vekur athygli: Anton Ari fær kallið – Albert og Aron Einar með

Nýr landsliðshópur Arnars vekur athygli: Anton Ari fær kallið – Albert og Aron Einar með