fbpx
Sunnudagur 12.maí 2024
Fréttir

Segir að eyrnasneplarnir komi upp um blekkingu Pútíns

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 2. nóvember 2022 06:55

Vladimir Pútín er orðinn þreyttur á gagnrýni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt því sem Kyrylo Budanov, yfirmaður leyniþjónustu úkraínska hersins, segir þá notast Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, við þrjá tvífara. Hann segir að hægt sé að þekkja þá í sundur á eyrnasneplunum.

Daily Mail skýrir frá þessu og segir að samkvæmt því sem Budanov segi þá sé enginn vafi á að Pútín notist við þrjá tvífara.

„Eitt af því sem kemur upp um þá er hæðin. Það er hægt að sjá það á ljósmyndum og upptökum. Líkamstjáning þeirra og eyrnasneplarnir koma einnig upp um þá, því þetta er einstakt hjá hverjum og einum,“ sagði Budanov.

Hann sagði einnig að tvífararnir hafi gengist undir fjölda lýtaaðgera til að líkjast forsetanum eins mikið og hægt er. Hann hefur þó engar beinar sannanir fyrir að þeir séu til og skýrði heldur ekki frá hvort hann hafi ákveðin dæmi þar sem tvífararnir hafi komið fram í staðinn fyrir Pútín.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem rætt hefur verið um að Pútín notist við tvífara. Pútín neitaði því sjálfur í viðtali fyrir tæpum þremur árum en sagði að honum hefði verið boðið að fá tvo tvífara sér til aðstoðar árið 2020.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Rekstur Base Parking virðist vera að sigla í strand

Rekstur Base Parking virðist vera að sigla í strand
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dóra Björt fordæmir Kastljóssþátt Maríu Sigrúnar – „Rangfærslur og hrár áróður“

Dóra Björt fordæmir Kastljóssþátt Maríu Sigrúnar – „Rangfærslur og hrár áróður“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Þó það sé ekki al­veg hægt að vera viss um allt í þessu þá er þetta bara staðan“

„Þó það sé ekki al­veg hægt að vera viss um allt í þessu þá er þetta bara staðan“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Víðir fékk að heyra það frá fréttakonu Stöðvar 2 eftir pistil sem hann skrifaði

Víðir fékk að heyra það frá fréttakonu Stöðvar 2 eftir pistil sem hann skrifaði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Svört skýrsla um rekstur hestamannafélagsins Fáks – Fullyrðingar um svartar launagreiðslur, ólöglegt vinnuafl og óeðlileg vildarkjör – Formaður félagsins segir skýrsluna einhliða og ekki gefa rétta mynd

Svört skýrsla um rekstur hestamannafélagsins Fáks – Fullyrðingar um svartar launagreiðslur, ólöglegt vinnuafl og óeðlileg vildarkjör – Formaður félagsins segir skýrsluna einhliða og ekki gefa rétta mynd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eldgosinu er lokið

Eldgosinu er lokið