fbpx
Fimmtudagur 07.ágúst 2025
Fréttir

Segir að eyrnasneplarnir komi upp um blekkingu Pútíns

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 2. nóvember 2022 06:55

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt því sem Kyrylo Budanov, yfirmaður leyniþjónustu úkraínska hersins, segir þá notast Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, við þrjá tvífara. Hann segir að hægt sé að þekkja þá í sundur á eyrnasneplunum.

Daily Mail skýrir frá þessu og segir að samkvæmt því sem Budanov segi þá sé enginn vafi á að Pútín notist við þrjá tvífara.

„Eitt af því sem kemur upp um þá er hæðin. Það er hægt að sjá það á ljósmyndum og upptökum. Líkamstjáning þeirra og eyrnasneplarnir koma einnig upp um þá, því þetta er einstakt hjá hverjum og einum,“ sagði Budanov.

Hann sagði einnig að tvífararnir hafi gengist undir fjölda lýtaaðgera til að líkjast forsetanum eins mikið og hægt er. Hann hefur þó engar beinar sannanir fyrir að þeir séu til og skýrði heldur ekki frá hvort hann hafi ákveðin dæmi þar sem tvífararnir hafi komið fram í staðinn fyrir Pútín.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem rætt hefur verið um að Pútín notist við tvífara. Pútín neitaði því sjálfur í viðtali fyrir tæpum þremur árum en sagði að honum hefði verið boðið að fá tvo tvífara sér til aðstoðar árið 2020.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Áhættusöm kynslóðaskipti þar sem Pútín sparkar þeim gömlu út

Áhættusöm kynslóðaskipti þar sem Pútín sparkar þeim gömlu út
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Maðurinn sem reyndi að ræna Önnu prinsessu segist saklaus – „Ég var hræddari en hún“

Maðurinn sem reyndi að ræna Önnu prinsessu segist saklaus – „Ég var hræddari en hún“
Fréttir
Í gær

Íris tók námslán árið 2011 sem hún er ekki byrjuð að borga – „Og hvar stendur það núna ef þið hélduð að BA-gráðu lánið mitt væri martröð?“

Íris tók námslán árið 2011 sem hún er ekki byrjuð að borga – „Og hvar stendur það núna ef þið hélduð að BA-gráðu lánið mitt væri martröð?“
Fréttir
Í gær

Þorvaldur segir líkur á öðru gosi: „Það væri þá í kringum jólin eða eitthvað svoleiðis“

Þorvaldur segir líkur á öðru gosi: „Það væri þá í kringum jólin eða eitthvað svoleiðis“